HÓLMFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRAGH

Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1913. Hún lést á Vífilsstöðum 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Erlendsdóttir, f. 7.7. 1886, d. 18.1. 1950, og Ólafur Theódór Guðmundsson, byggingarmeistari, f. 24.11. 1873, d. 4.3. 1950. Alsystkini Hólmfríðar voru Erlendur Steinar, f. 1912, Sigríður Ó. Mckenzie, f. 1917, Valgerður, f. 1919, d. 1927, Ólafur Theodór, f. 1922, d. 1989, og Kristján Valgeir, f. 1927. Hálfsystkini hennar, börn Ólafs Theodórs, voru Valgerður, f. 1899, d. 1978, Sigurður, f. 1901, d. 1970, Vigdís, f. 1904, d. 1926. Hólmfríður giftist 1933 Hans Kragh, tæknifulltrúa hjá Símstöðinni í Reykjavík. Hans var fæddur 24.12. 1908 og lést 9.12. 1978. Þau bjuggu megnið af sínum hjúskap á Birkimel 6b og þar hefur Hólmfríður átt áfram heimili síðan Hans lést. Hólmfríður og Hans eignuðust ekki afkomendur en bróðir Hólmfríðar, Kristján Valgeir, átti heimili hjá þeim frá því er foreldrar þeirra féllu bæði frá 1950. Síðustu þrjú árin hefur Hólmfríður að mestu dvalist á Vífilsstöðum. Útför Hólmfríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.