KRISTÍN OKTAVÍA INGIMUNDARDÓTTIR

Kristín Oktavía Ingimundardóttir fæddist á Siglufirði 8. október 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingimundur Sigurðsson, f. 7. maí 1882 í Hvammskoti á Höfðaströnd, og Jóhanna Arngrímsdóttir, f. 16. júní 1880 að Bjarnargili í Fljótum. Eftirlifandi systkini hennar eru: Sigurbjörg, f. 11. júní 1909, Einara, f. 20. febrúar 1911, Arngrímur, f. 23. nóvember 1912, Ástríður, f. 7. maí 1915, Sigurlína, f. 1. september 1917, og Sigurður, f. 25. maí 1924. Sigurður Anton, f. 8. júlí 1907, og Kristinn, f. 19. október 1920, eru látnir. Kristín flutti til Vestmannaeyja árið 1932 eftir lát móður sinnar. Hún eignaðist dótturina Ingu Jóhönnu Arnórsdóttur, f. 26. janúar 1943. Inga er búsett í Malmø í Svíþjóð. Börn Ingu eru: Kristrún Harpa, Dagný, Halldór og Rannveig. Hinn 8. október 1949 giftist Kristín Jóni Ástvaldi Helgasyni og áttu þau sex börn: 1) Óli Þór, f. 8. ágúst 1949, kvæntur Guðfinnu Nívarðsdóttur, búsettur á Þórustöðum í Eyjafirði, og eiga þau fjögur börn, Krístínu Rós, Sólrúnu, Hlyn og Helgu Sif, 2) Sigurbjörg Sóley, f. 23. janúar 1951, gift Ágústi Inga Ólafssyni, búsett á Hvolsvelli, og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu, Ástvald Óla og Magnús. 3-4) Tvíburarnir Sigurður Rúnar og Finnbogi Arnar, f. 5. september 1956, Sigurður Rúnar er búsettur í Reykjavík og á hann fjögur börn, Gylfa, Pálma, Kristínu og Hauk, Finnbogi er búsettur á Hellu, hann á eina dóttur, Vigdísi. 5) Ragnar, f. 20. apríl 1960, kvæntur Guðrúnu Bergmann, búsettur í Kópavogi, þau eiga tvo syni, Pétur Þór og Ívar Örn. 6) Viðar Þór, f. 20. desember 1965, kvæntur Jóhönnu Ósk Pálsdóttur, búsettur á Hellu, þau eiga tvö börn, Þóru Ósk og Jón Pál. Kristín og Ásvaldur bjuggu í Vestmannaeyjum til ársins 1968 er þau fluttust að Hvolsvelli í Rangárvallasýslu. Þar vann Kristín m.a. sem handavinnukennari við Hvolskóla og á húsgagnaiðju Kaupfélags Rangæinga. Kristín sótti vinnu til Reykjavíkur seinni árin þeirra á Hvolsvelli og vann þá hjá TM-húsgögnum og fataverksmiðjunni Max ehf. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1985 starfaði hún hjá Hagkaupum. Útför Kristínar fer fram frá Breiðabólstað í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14.