EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir var fædd í Reykjavík 2. október 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. júní síðastliðinn. Heimili hennar var á Hjarðarhaga 46, Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Júlíus Sveinsson, skipstjóri og erindreki Fiskifélags Íslands, f. 18. júlí 1873, d. 12. nóv. 1918, og Kristín Tómasdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1874, d. 2. febrúar 1965. Systkini Eyvarar: 1) Svava, kennari, f. 12. nóv. 1901, d. 18. febrúar 1990, 2) Viggó Kristinn, verslunarm., f. 2. júní 1903, d. 10. sept. 1941, kvæntur Margréti Halldórsdóttur, húsmóður, f. 27. maí 1906, d. 11.des. 1939, 3) Kristrún, húsmóðir, f. 9. mars 1914, gift Gunnari Jóhannesi Cortes, lækni, f. 21. okt. 1911, d. 22. apríl 1961, 4) Þorsteinn Halldór, skrifstofum., f. 25. des. 1917, d. 5. ágúst 1990, kvæntur Kristínu Sigurbjörnsdóttur, húsmóður, f. 8. ágúst 1923, d. 30. maí 1995. Hinn 15. okt. 1938 giftist Eyvör Oddi Jónssyni, framkvæmdastjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, f. 15. júlí 1892, d. 7. nóv. 1975, foreldrar hans voru hjónin Jón Oddsson, bóndi og útvegsmaður á Álftanesi, Álftaneshreppi, Mýrasýslu, f. 17. júlí 1857, d. 18. jan. 1895, og Marta María Níelsdóttir, húsfreyja, f. 18. nóv. 1858, d. 13. nóv. 1941. Eyvör og Oddur eignuðust þrjú börn: 1) Jón, hæstaréttarlögm., f. 5. janúar 1941, kvæntur Valgerði Báru Guðmundsdóttur, f. 20. febrúar 1936, börn þeirra eru: Guðmundur Baldursson, lögreglumaður, Kirkjubæjarklaustri, f. 24. maí 1954, maki Bonnie Laufey Dupuis, f. 23. mars 1954, þau eiga fimm börn; Björgvin, héraðsdómslögm., f. 17. mars 1964, maki Sigríður Dóra Magnúsdóttir, heilsugæslulæknir, f. 13. maí 1959, þau eiga eina dóttur; Kristín Anna, nemi í þroskaþjálfun, f. 7. júlí 1969, hún á tvö börn. 2) Kristín, hjúkrunarfræðingur í Ósló, f. 28. apríl 1945, gift Odd Roald Lund, viðskiptafr., f. 11. ágúst 1944, börn þeirra eru: Gústav, nemi, f. 2. apríl 1975; Gunnhildur Eyja, nemi, f. 21. nóv. 1979. 3) Marta María, kennari, f. 3. ágúst 1950, gift Þórði Magnússyni, framkvæmdastjóra, f. 15. maí 1949, synir þeirra eru: Árni Oddur, forstöðumaður, f. 7. apríl 1969; Magnús Geir, leikstjóri, f. 7. okt. 1973; Jón Gunnar, nemi, f. 14. febrúar 1980. Eyvör ólst upp í Garðhúsum á Bakkastíg 9 í Reykjavík og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún starfaði við Laugavegsapótek í Reykjavík, var við nám og störf í Englandi og Danmörku og tók síðan við gleraugnadeild Laugavegsapóteks þar til hún hóf störf á skrifstofu Mjólkurfélags Reykjavíkur. Í sumarleyfum sínum var Eyvör leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi. Frá árinu 1938 hefur Eyvör verið húsmóðir, fyrst á Víðimel 49, síðan Grenimel 25 og síðustu nítján árin á Hjarðarhaga 46. Útför Eyvarar Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15.