HAFSTEINN Björnsson (1915­ 1977) er sennilega þekktasti miðill Íslendinga. Hann var talinn góður skyggnilýsinga- og lækningamiðill. Hann var líka kallaður sannanamiðill sem felst í því að geta sagt til um atriði sem enginn veit eða getur vitað nema hinn framliðni eða einstaklingur á fundi Hafsteins.

Hafsteinn

miðill

HAFSTEINN Björnsson (1915­ 1977) er sennilega þekktasti miðill Íslendinga. Hann var talinn góður skyggnilýsinga- og lækningamiðill. Hann var líka kallaður sannanamiðill sem felst í því að geta sagt til um atriði sem enginn veit eða getur vitað nema hinn framliðni eða einstaklingur á fundi Hafsteins.

Um miðilsstarf Hafsteins hafa meðal annars verið skrifaðar bækurnar "Líf er að loknu þessu," eftir Jónas Þorbergsson (Skuggsjá 1962) og "Miðillinn Hafsteinn Björnsson," eftir Elínborgu Lárusdóttur (Reykjavík 1952). Einkenni bókanna er hversu margir Íslendingar vitna um gáfu Hafsteins.

Árið 1972 gerðu dr. Erlendur Haraldsson og Ian Stevenson í Bandaríkjunum vísindalega tilraun á skyggnilýsingagáfu Hafsteins. Miðillinn gaf gegnumlýsingu fyrir 10 menn sem hann sá ekki. Lýsingin var svo vélrituð upp og mennirnir beðnir um að velja sér lýsingu eftir því hvernig hún ætti við þá. Fjórir þeirra völdu rétta lýsingu, þá sem Hafsteinn hafði gefið þeim, en líkurnar á því að það sé tilviljun að fjórir skyldu finna rétta skyggnilýsingu eru 1 á móti 100 og telst það marktæk niðurstaða.

Fundur vegagerðarmanna með Hafsteini vegna álagablettsins í Tröllaskarði var meðal síðustu verka hans því hann lést sama ár. Hafsteinn lét þau orð falla um Hegranesið að þar byggi margt vætta. Skagfirðingar hafa líka varðveitt trúna á hið óþekkta.

Hafsteinn Björnsson