9. október 1997 | Viðskiptablað | 121 orð

ÐStofna ferðaheildsölu í Þýskalandi

TVEIR Íslendingar, Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir, hafa stofnað ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands, Færeyja og Grænlands. Fyrirtækið ber heitið Katla Travel GmbH. Bjarnheiður og Pétur luku bæði háskólanámi í ferðaþjónustutengdri rekstrarhagfræði frá háskólum í Þýskalandi.
ÐStofna ferðaheildsölu

í Þýskalandi

TVEIR Íslendingar, Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir, hafa stofnað ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands, Færeyja og Grænlands. Fyrirtækið ber heitið Katla Travel GmbH.

Bjarnheiður og Pétur luku bæði háskólanámi í ferðaþjónustutengdri rekstrarhagfræði frá háskólum í Þýskalandi. Þau hafa frá árinu 1992 starfað hjá ferðaheildsala í Þýskalandi og byggt upp og stjórnað Íslandsdeild. Aðalstöðvar fyrirtækisins verða í miðborg M¨unchen í Suður-Þýskalandi, en fyrirtækið mun einnig reka þjónustuskrifstofu í Reykjavík.

Katla Travel mun jöfnum höndum einbeita sér að sérhópum og einstaklingsferðum frá þýskumælandi hluta Evrópu, þ.e. Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Í stuttu máli mun Katla Travel bjóða flesta þá ferðaþjónustu sem í boði er á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.

Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.