Kjörís ehf. hefur undanfarið verið með leik í gangi þar sem allir þeir sem kaupa heimilispakkningu með frost- eða íspinnum frá fyrirtækinu, svokallaða krakkapakka, eiga von á glaðningi í pakkanum. Nú nýverið komu í ljós tveir stærstu vinningarnir en það voru 2 ferðavinningar með Heimsferðum til borgar í Evrópu og gilti hvor vinningur fyrir tvo.
Vinningshafar í krakkapakkaleik Hveragerði - Morgunblaðið

Kjörís ehf. hefur undanfarið verið með leik í gangi þar sem allir þeir sem kaupa heimilispakkningu með frost- eða íspinnum frá fyrirtækinu, svokallaða krakkapakka, eiga von á glaðningi í pakkanum. Nú nýverið komu í ljós tveir stærstu vinningarnir en það voru 2 ferðavinningar með Heimsferðum til borgar í Evrópu og gilti hvor vinningur fyrir tvo. Þær heppnu voru Anna Hjálmarsdóttir, Hafnarfirði, og Edda Björk Sigurðardóttir, Garðabæ.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, afhenda öðrum vinningshafanum, Önnu Hjálmarsdóttur, og eiginmanni hennar vinninginn. Valdimar óskaði báðum vinningshöfunum til hamingju með ferðina um leið og hann þakkaði öllum þeim fjölmörgu sem þátt hafa tekið í þessum leik með kaupum á krakkapökkum frá Kjörís. Morgunblaðið/Aldís