TALSVERT hefur verið um langvarandi hálsbólgu meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og segja heilsugæslulæknar aðsókn hafa farið mjög vaxandi á heilsugæslustöðvar. Pestir hafi tekið að stinga sér niður um jólin og nú séu áberandi bæði öndunarvegasýkingar og flensa með háum hita.

Mikið um

langvar-

andi háls-

bólgu

TALSVERT hefur verið um langvarandi hálsbólgu meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og segja heilsugæslulæknar aðsókn hafa farið mjög vaxandi á heilsugæslustöðvar. Pestir hafi tekið að stinga sér niður um jólin og nú séu áberandi bæði öndunarvegasýkingar og flensa með háum hita.

Læknarnir lögðu áherslu á að fólk leitaði til lækna með yngstu börnin vegna veikinda sem hugsanlega þyrftu meðhöndlunar við, ekki væri rétt að skýra alla kvilla sem flensu.

Gerður Jónsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í efra Breiðholti, segir að talsvert hafi borið á vírushálsbólgu eða hálsbólgu af völdum streptókokka, einnig barkabólgu og að RS vírus hafi stungið sér niður hjá ungbörnum. Einnig inflúensa með háum hita og ljósfælni. Hún segir að venjan sé að meðhöndla streptókokkasýkingar með penisillíni vegna hugsanlegra fylgikvilla þótt þeir séu reyndar mun sjaldgæfari nú orðið en áður. Gerður vildi meina að fremur lítið hefði verið um pestir í vetur en í desember virtist sem þær hefðu aukist talsvert og í kjölfar þeirra væri oft meira um eyrnabólgur hjá ungum börnum.

Atli Árnason, yfirlæknir heilsugæslunnar í Grafarvogi, sagði að það sem væri óvanalegt nú væru streptókokkasýkingar og þær væri nauðsynlegt að meðhöndla. Þær væru fyrr á ferðinni en áður, hefðu oftast ekki komið fyrr en voraði. Hann sagði óvanalegt loftslag í nóvember og desember geta átt þátt í þessu og þurrt og kalt loftið nú geta framkallað auknar öndunarfærasýkingar. Hann sagði hálskvilla ekki síst leggjast á þá sem hefðu enn hálskirtla, þeir væru móttækilegri en aðrir.