ENN eru nokkrar vikur í grásleppuvertíðina. Það er jafnan ekki fyrr en í febrúar eða mars sem grásleppan fer að hrygna á grunnslóð og grásleppukarlar leggja fyrir hana net. En hrognkelsin, sem bókin Íslenskir fiskar segir að haldi sig á reginhafi hluta úr árinu en komi upp á grunnmið til að hrygna síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, eru farin að nálgast hrygningarstöðvarnar.

Grásleppur tvær

ENN eru nokkrar vikur í grásleppuvertíðina. Það er jafnan ekki fyrr en í febrúar eða mars sem grásleppan fer að hrygna á grunnslóð og grásleppukarlar leggja fyrir hana net. En hrognkelsin, sem bókin Íslenskir fiskar segir að haldi sig á reginhafi hluta úr árinu en komi upp á grunnmið til að hrygna síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, eru farin að nálgast hrygningarstöðvarnar. Grásleppurnar tvær sem horfast í augu á myndinni komu í nótina hjá Kára Guðbjörnssyni og félögum hans á Aðalbjörgu 2 RE.

Morgunblaðið/RAX