HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON

Hjálmar Ragnar Hjálmarsson var fæddur á Kambi í Deildardal í Skagafirði 3. mars 1931. Hann lést 10. janúar síðastliðinn á Landspítalanum. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Pálssonar, f. 3. mars 1904, d. 15. apríl 1983, og Steinunnar Hjálmarsdóttur, f. 11. júní 1905, d. 15. júlí 1942. Systkini Ragnars eru: Guðrún, f. 23. desember 1928, maður hennar Hjálmar S. Sigmarsson, f. 24. apríl 1919, þau eiga tíu börn, tuttugu og átta barnabörn og sjö barnabarnabörn. Páll Ágúst, f. 22. desember 1929, kona hans S. Erla Jónsdóttir, f. 19. júlí 1931, d. 10. nóvember 1997. Þau eiga þrjú börn, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Guðfinna Ásta, f. 9. ágúst 1932, maður hennar er Pétur Kúld Ingólfsson, f. 2. október 1928. Þau eiga einn son og fimm barnabörn. Þóranna Kristín, f. 12. apríl 1936, maður hennar er Lárus Hafsteinn Lárusson, f. 15. desember 1940, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Hulda, f. 28. september 1938, maður hennar er Þórarinn G. Andrewsson, f. 27. mars 1937, d. 15. apríl 1990, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Skarphéðinn, f. 30. september 1940, kona hans er Linda Steingrímsdóttir, f. 19. nóvember 1946, eiga þau saman tvo syni og eitt barnabarn. Hinn 15. apríl 1960 kvæntist Ragnar Bjarneyju Sigurðardóttur, f. 17. október 1938. Þau eignuðust sex syni. 1) Sigurður, f. 5. september 1958, d. 14. september 1958. 2) Sigurður Hjálmar, f. 12. september 1960. Fyrrverandi kona hans er Hanna Halldórsdóttir, f. 31. júlí 1961, þau eiga þrjú börn: Heru, f. 5. febrúar 1980, Láru, f. 5. desember 1985, og Núma, f. 20. maí 1987. 3) Haraldur, f. 18. maí 1962, kona hans er Kristín Þóra Sigurðardóttir, f. 2. júlí 1963. Þau eiga þrjá syni, Árna Mar, f. 18. janúar 1979, Ívar Örn, f. 9. júlí 1985, Sigurð Ragnar, f. 17. janúar 1987. 4) Höskuldur, f. 20. janúar 1964, kona hans er Marta Gígja Ómarsdóttir, f. 7. júní 1964, dóttir þeirra er Bjarney, f. 8. október 1996. Fyrrverandi kona hans er Hanna Guðrún Kristinsdóttir, f. 24. ágúst 1966. Börn þeirra eru: Höskuldur Þór, f. 13. september 1984, Vera Dögg, f. 2. maí 1988. 5) Hörður, f. 19. desember 1965, kona hans er Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir, f. 30. janúar 1961, synir þeirra eru Alexander, f. 5. október 1985, og Mikael, f. 27. september 1987. 6) Ragnar Reyr, f. 10. desember 1972, kona hans er Jantra Phosri, f. 30. nóvember 1975. Ragnar og Bjarney slitu samvistir 1982. Eftir það stofnaði Ragnar heimili með tveimur yngstu sonum sínum, Herði og Ragnari Reyr, á Bröttukinn 14, Hafnarfirði, þar sem hann bjó alla tíð síðan. Árið 1993 kynntist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni Pranom Mankanest, f. 17. ágúst 1953, þau giftu sig 24. september 1994. Útför Hjálmars Ragnars fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30.