Zinedine Zidane, leikstjórnandi heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, sem stjórnar sínum mönnum á móti Íslendingum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum eftir viku, var kjörinn besti miðjumaður Evrópu á liðnu tímabili og verðlaunaður í hátíðarveislu Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, eftir dráttinn í Meistaradeildinni í gærkvöldi.


KNATTSPYRNA

Zidane besti

miðjumaður

Evrópu Zinedine Zidane, leikstjórnandi heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, sem stjórnar sínum mönnum á móti Íslendingum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum eftir viku, var kjörinn besti miðjumaður Evrópu á liðnu tímabili og verðlaunaður í hátíðarveislu Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, eftir dráttinn í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Peter Schmeichel hjá Manchester United var kjörinn besti markvörðurinn og Fernando Hierro hjá Real Madrid besti varnarmaðurinn. Þjálfarar liðanna 24 sem komust í átta liða úrslit Evrópumótanna þriggja kusu Marcello Lippi, þjálfara Juventus, besta þjálfarann. Það var síðan Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Inter sem var kjörinn besti framherjinn og leikmaður Evrópu tímabilið 1997 til 1998.