FJÖLSKYLDUDAGUR verður á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn á morgun, sunnudag, og verða þar ýmsar uppákomur. Til dæmis verður hægt að setja sig í spor þeirra sem unnu hin ýmsu störf á árum áður; hægt verður að "stýra" og "ausa" lítinn árabát, "standa ölduna", "bera á handbörum", vera "eimreiðarstjóri",
Fjölskyldudagur nið'r á Höfn

FJÖLSKYLDUDAGUR verður á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn á morgun, sunnudag, og verða þar ýmsar uppákomur.

Til dæmis verður hægt að setja sig í spor þeirra sem unnu hin ýmsu störf á árum áður; hægt verður að "stýra" og "ausa" lítinn árabát, "standa ölduna", "bera á handbörum", vera "eimreiðarstjóri", "sitja undir stýri" á gömlum gaffallyftara og loks verður hægt að líkja eftir göngulagi bogkrabba, trjónukrabba og kuðungakrabba á stultum.

Sælífskerin með þörungum, botndýrum og fiskum úr höfninni og saga hafnarinnar í máli og myndum eru í kynningarrömmum allan sólarhringinn.

Ef veður leyfir gengur Þórður sjóari um Fræðslutorgið og leikur á harmoniku frá 14­16, segir í fréttatilkynningu.