NÁMSKEIÐ um hjónaband og sambúð, sem haldin eru á vegum Hafnarfjarðarkirkju, eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt.


Námskeið um hjónaband

NÁMSKEIÐ um hjónaband og sambúð, sem haldin eru á vegum Hafnarfjarðarkirkju, eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt.

Hvert námskeið er eitt kvöld og fer þannig fram að leiðbeinendur fara í máli og myndum gegnum helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum er hægt að festast í, fjalla um væntingar, vonir og vonbrigði. Fyrst og fremst eru þó kynntar leiðir til þess að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði hjónabandsins.

Auk kynningar á ofangreindum atriðum fást þátttakendur við spurningar er fjalla um þeirra eigið samband, fyrst í hóp en síðan pörin ein og sér. Markmiðið er að skila þátttakendum í hendur verkfæri sem þau sjálf geta notað þegar heim er komið til jákvæðrar uppbyggingar hjónabandsins. Leiðbeinendur eru sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju og sr. Guðný Hallgrímsdóttir er starfar á Fræðsludeild þjóðkirkjunnar.

Einungis 12­14 pör geta tekið þátt í hverju námskeiði og því þurfa þau er áhuga hafa að skrá sig tímanlega. Hægt er að skrá sig á viðtalstíma sr. Þórhalls írkirkjunni. Námskeiðin eru kostuð af Hafnarfjarðarkirkju og því þátttakendum að kostnaðarlausu.