FRÆÐSLUDEILDIN var stofnuð haustið 1995 og er því rétt að slíta barnsskónum. Markmið hennar er að kynna Myndlista- og handíðaskólann og skipuleggja sí- og endurmenntun fyrir starfandi listafólk, hönnuði, myndlistarkennara og áhugafólk.
Endurmenntun í MHÍ

UMHVERFISLISt og eldsmíði, myndbandagerð og módelteikning, textíll og teiknimyndagerð. Allt þetta og fleira til í endurmenntun hjá fræðsludeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

FRÆÐSLUDEILDIN var stofnuð haustið 1995 og er því rétt að slíta barnsskónum. Markmið hennar er að kynna Myndlista- og handíðaskólann og skipuleggja sí- og endurmenntun fyrir starfandi listafólk, hönnuði, myndlistarkennara og áhugafólk.

Helstu verkefni deildarinnar eru að bjóða aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem skólinn hefur yfir að ráða með námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Námskeiðin eru öllum opin nema annað sé tekið fram, t.d. vegna nauðsynlegrar undirstöðuþekkingar.

Dæmi um námskeið á haustönn:

ELDSMÍÐI ­ byggt á ævafornri hefð og krefst lagni fremur en afls.

TEIKNIMYNDAGERÐ ­ grundvallaratriðin í klassískri teiknimyndagerð tengd við nútímatölvutækni.

STEINHÖGG ­ höggmyndagerð í stein frá því í árdaga, nýjar myndir í steinhöggmyndagerð, margþætt efnistök í stein í samtímanum.

FRESKUGERÐ ­ skissu- og módelgerð, litameðferð, samvinna við arkitekta um rými.

TÝNDAR KONUR ­ saga listakvenna í samhengi við hina almennu listasögu og hugsanlegar skýringar á því að svo hljótt hefur verið um þær.

LJÓSMYNDIR OG MENNING ­ íslensk ljósmyndasaga, landslagsmyndir og þjóðernisvitund, erlend áhrif, ímyndasmíði, ljósmyndun dauðans og ljósmyndun sem dauði.

GRAFÍK ­ unnið með þurrnál, messótintu, carborundum og ætingu.

MYNDBANDAGERÐ ­ notkun myndbandsupptökuvéla, klipping, skipulagning og úrvinnsla efnis.