"VELDU þér vinnu... veldu þér framtíð. En hvers vegna ætti nokkrum að detta í hug að gera það?" Þessi orð urðu víðfræg í kvikmyndinni Trainspotting sem naut gríðarlegra vinsælda um heim allan. Leikritið var síðar tekið til sýninga hérlendis og nú stendur til að sýna það í Bandaríkjunum.
"Trainspotting"

sett upp

vestanhafs

"VELDU þér vinnu ... veldu þér framtíð. En hvers vegna ætti nokkrum að detta í hug að gera það?" Þessi orð urðu víðfræg í kvikmyndinni Trainspotting sem naut gríðarlegra vinsælda um heim allan. Leikritið var síðar tekið til sýninga hérlendis og nú stendur til að sýna það í Bandaríkjunum.

Harry Gibson, sem samdi leikritið eftir skáldsögu Irving Walsh áður en hin harðsoðna kvikmynd Danny Boyles var gerð, verður leikstjóri verksins. "Það er mjög frábrugðið myndinni og er ekki eins myndrænt," segir Arielle Tepper sem er ábyrgur fyrir uppfærslunni.

Gibson kom hingað til lands í tilefni af uppsetningu "Trainspotting" í Loftkastalanum og sagði þá í samtali við Morgunblaðið að ekki væri óalgengt að "leikarar [í Trainspotting] fari að stympast, verði háðir eiturlyfjum, fari með sig í bakinu, taki tveggja daga leyfi, fái hlutverk á heilann ­ einkum Marks ..., verði ofbeldisfullir eða missi stjórn á skapi sínu. ­ En þeir nota aldrei froðu. Ef þeir gera það þá setja þeir hana í skapahárin." Þá er bara að samgleðjast þeim sem fá þessi eftirsóttu hlutverk.