UM ÞESSAR mundir eru 15 ár liðin frá því að vinsælasta myndasögublað heims, Andrés Önd, fór að koma út á íslensku. Af þessu tilefni dreifir Vaka-Helgafell, sem gefur út Andrés Önd hér á landi, 60.000 eintökum af sérstakri afmælisútgáfu blaðsins með Morgunblaðinu í dag, laugardag. Blaðið er 32 síður. "Íslenskir lesendur hafa lesið Andrés Önd í tæplega hálfa öld.
Andrés önd dreift með Morgunblaðinu

UM ÞESSAR mundir eru 15 ár liðin frá því að vinsælasta myndasögublað heims, Andrés Önd, fór að koma út á íslensku. Af þessu tilefni dreifir Vaka-Helgafell, sem gefur út Andrés Önd hér á landi, 60.000 eintökum af sérstakri afmælisútgáfu blaðsins með Morgunblaðinu í dag, laugardag. Blaðið er 32 síður.

"Íslenskir lesendur hafa lesið Andrés Önd í tæplega hálfa öld. Í 34 ár urðu þeir að láta sér nægja blaðið á dönsku ­ við mikinn fögnuð dönskukennara ­ en fyrir 15 árum hafði þessum hrakfallabálki loksins tekist að læra íslensku. Þýðingin er ekki aðeins mikilvæg út frá sjónarmiðum málræktar heldur njóta lesendur ekki blaðsins til fulls nema textinn sé staðfærður svo sem gert er í hverju landi fyrir sig. Blaðið kemur út vikulega og er bæði hægt að fá það í áskrift og lausasölu. Vaka-Helgafell er útgefandi Andrésar Andar hér á landi. Blaðið kemur út um allan heim frá Bandaríkjunum til Kína, og skiptir upplagið milljónum eintaka í hverri viku," segir í frétt frá Vöku-Helgafelli.