FORMACO ehf. sýnir í dag milli klukkan 10 og 13 nýja gerð steypumóta sem fyrirtækið leigir út. Verða mótin kynnt við húsið að Brúnastöðum 54 í Staðahverfi við Korpúlfsstaði í Reykjavík. Leiga steypumótanna er í samvinnu við austurríska sérfræðinga hjá Doka en jafnframt þessu býður Formaco upp á þjónustu við hönnun mótanna.

Leiga og hönnun

steypumóta kynnt

FORMACO ehf. sýnir í dag milli klukkan 10 og 13 nýja gerð steypumóta sem fyrirtækið leigir út. Verða mótin kynnt við húsið að Brúnastöðum 54 í Staðahverfi við Korpúlfsstaði í Reykjavík.

Leiga steypumótanna er í samvinnu við austurríska sérfræðinga hjá Doka en jafnframt þessu býður Formaco upp á þjónustu við hönnun mótanna. Geta byggingaraðilar komið með teikningar og látið lesa þær inn úr AutoCad teikniforritum. Er þá fyrirkomulag mótanna hannað í tölvu hjá Formaco. Ragnar Jóhannsson segir það hagkvæmara að leigja mót því þá losni menn við fjárfestingarkostnað og geti leigt mót sem séu sérsniðin að byggingu sinni.