NÁMSKRÁ Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum fyrir haustið 1998 er komin út. Henni hefur verið dreift í öll hús á Suðurnesjum. Hana má einnig finna á alnetinu. Slóðin er: www.mss.is. Í námskránni má finna ýmsar almennar upplýsingar um Miðstöðina og námskeið í september og október.
Miðstöð símenntunar

Leiðir til að auka þekkingu

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er ekki skóli í bóksaflegri merkingu heldur námskeiðamiðlun. Þar geta fólk og fyrirtæki fengi þörfina fyrir menntun greinda.

NÁMSKRÁ Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum fyrir haustið 1998 er komin út. Henni hefur verið dreift í öll hús á Suðurnesjum. Hana má einnig finna á alnetinu. Slóðin er: www.mss.is. Í námskránni má finna ýmsar almennar upplýsingar um Miðstöðina og námskeið í september og október.

Námskeið í september og október 1998

Eftirtalin námskeið eru á dagskrá Miðstöðvarinnar í september og október 1998. Fleiri námskeið gætu átt eftir að bætast við og verða þá kynnt síðar. Með námskeiðunum er leitast við að bjóða breitt úrval á sem flestum sviðum. Fyrst er vakin sérstök athygli á þremur námskeiðum sem ætluð eru þeim sem ekki hafa stundað nám eða námskeið í langan tíma en vilja nú hefja upprifjun og bæta við sig þekkingu. Þau og önnur námskeið eru: Sjálfsstyrking og námstækni (901) Stærðfræði (1005) Stafsetning (1104 Hundahald (902) Ljósmyndun (903) Enska fyrir byrjendur (902) Skrýtlur og skemmtisögur (905) Vínsmökkun (906) Matreiðsla (907) Íslenska fyrir útlendinga (908) Brennu-Njálssaga (1001) Að hlusta á klassíska tónlist (1002) Salka Valka e. Halldór Laxness (1003) Myndbandanámskeið (1006) Leiklist fyrir fullorðna, -byrjendanámskeið (1007) Íslensk listasaga (1008) Ættfræði (1009) Borðskreytingar og jólaföndur (1010) Lög um fjöleignarhús (1010) Starfstengd námskeið Hundahald

Dæmi um námskeið er að fræðsla verður í 5 vikur, 2 kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn, önnur bókleg og hin verkleg um hundahald. Það hefst um miðjan september og kostar 16 þúsund krónur. Leiðbeinandi verður Guðrún Guðjonhsen.

Tilgangur þessa námskeiðs er að veita hvolpa- og hundaeigendum fræðslu um eðli og þarfir hundsins svo þeir öðlist aukinn skilning á mikilvægi góðs uppeldis og geti miðað uppeldið við eðli, þarfir og þroska hundsins.HUNDAR eru tilfinningaverur sem þarfnast skilnings eigenda sinna.