Reykjavíkurhöfn: Blackbird, Kinsho Maru 18 og Green Ice fóru í gær. Kinsho Maru 18 kom í gær. Norskald kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli og flutningaskipið Svanur koma í dag. Fréttir Gerðuberg félagsstarf.
Í dag er laugardagur 29. ágúst 241. dagur ársins 1998. Höfuðdagur. Orð dagsins: Þannig skal ég lofa þig meðan lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni.

(Sálmarnir 63, 5.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Blackbird, Kinsho Maru 18 og Green Ice fóru í gær. Kinsho Maru 18 kom í gær. Norskald kemur í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli og flutningaskipið Svanur koma í dag.

Fréttir

Gerðuberg félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum í Breiðholtslaug.

Bólstaðarhlíð 43. Handavinnustofan er opin kl. 9-16, virka daga.

Félag eldri borgara, í Reykjavík. Silfurlínan, síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara er opin alla virka daga kl. 16-18 sími 588 2120.

Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma 800 4040, frá kl.15­17 virka daga.

Mannamót

Aflagrandi. Kennsla hefst í næstu viku í postulínsmálningu, myndmennt, glerskurði, leikfimi, boccia, og bókbandi. Nánari upplýsingar og skráning á námsk. í síma 562 25761.

Félag eldri borgara, í Kópavogi. Púttað verður á Listatúni kl. 11.

Félag eldri borgara, Þorraseli, Þorragötu 3. Í dag laugardag verður opið hús frá kl. 14­16.30. Ólafur B. Ólafsson sér um hljóðfæraleik. Gestur verður Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kaffiveitingar. Allir velkomnir, takið með ykkur gesti.

Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18­20. Miðvikudaginn 2. sept. kl. 9­16.45 handavinna, fimmtudaginn 3. sept. kl. 9.30 danskennsla. Félagsvist hefst að nýju þriðjud. 8. sept. kl. 14.

Hvassaleiti 56-58. Leikfimi hefst þriðjudag 1. sept. kl. 9 leiðbeinandi Jónas Þórbjarnarson, miðvikudaginn 2. sept. kl. 9 hefst keramik og tau- og silkimálun hjá Sigrúnu Jónsdóttur sama dag kl. 13. hefst jóga leiðbeinandi Sigríður Ragnarsdóttir, fimmtudag 3. sept. kl. 9 verður Sigrún Jónsdóttir með bútasaum og brúðusaum föstudaginn 4. sept. kl. 9 hefst postulínsmálun, leiðbeinandi Sigurey Finnbogadóttir. Almenn handa vinna er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13. hjá Ragnheiði Thorarensen.

Norðurbrún. Tau- og silkimálning hefst aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 1. sept. leiðbeinandi Erla Sigurðardóttir. Leirmunagerð hefst aftur miðvikudaginn 2. sept. frá kl. 9­15 leiðbeinandi Sigríður Ágústsdóttir.

Vesturgata 7, Fyrsta helgistund vetrarins verður fimmtudaginn 3. sept. kl. 10.30 í umsjón sr. Hjalta Guðmundssonar Dómkirkjuprests. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sigurbjargar P. Hólmgrímsdóttur. Allir velkomnir.

Ferðaklúbburinn flækjufótur. Haustferð verður farin á Snæfellsnes helgina 18.- 20. september. Gist verður á Hótel Snjófelli á Arnarstapa. Farið verður í siglingu meðfram klettaströndinni á Arnarstapa ef veður leyfir. Uppl. og skráning hjá Sigríði í s. 557 2468 og 898 2468 fyrir 6. september.

Kvenfélag Kópavogs. Vinnukvöldin fyrir jólabasarinn byrja mánudaginn 31. ágúst kl. 19.30 .

Hringskonur Hafnarfirði. Munið haustferðina laugardaginn 5. september 1998. Farið frá Fjarðarkaupum kl. 13.

Húmanistahreyfingin. "Jákvæða stundin" þriðjudaga kl. 20-21 í hverfismiðstöð húmanista, Blönduhlíð 35.

Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Vegna forfalla eru enn fimm sæti laus í haustferðina norður í Skagafjörð 4.­6. september. Farið frá Digranesvegi 12, föstudaginn 4. september kl. 3 eftir hádegi. Gist tvær nætur á Löngumýri, farið m.a. til Siglufjarðar, í Vesturfarasafnið á Hofsósi, að Lónkoti í Sléttuhlíð og fleira. Upplýsingar hjá Birnu í síma 554 2199 og hjá Ólöfu í síma 554 0388.

Viðey: Í dag hefjast bátsferðir út í Viðey klukkan 13. Grillskálinn þar er öllum opinn kl. 13.30­16.30. Kl. 14.15 verður tveggja stunda gönguferð um Vestureyna, þar sem ma. verður skoðað hið þekkta listaverk R. Serra. Hjólaleiga og hestaleiga standa fólki til boða, og veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið. Þetta er næst síðasti dagur ljósmyndasýningarinnar í Viðeyjarskóla.