Vistaskipti & nám var stofnað árið 1990. Markmið fyrirtækisins er að gera fólki kleift að kynnast siðum og venjum annarra þjóða og afla sér þekkingar og reynslu erlendis," segir Arnþrúður Jónsdóttir forstöðumaður.

Vistaskipti og nám

Vistaskipti & nám var stofnað árið 1990. Markmið fyrirtækisins er að gera fólki kleift að kynnast siðum og venjum annarra þjóða og afla sér þekkingar og reynslu erlendis," segir Arnþrúður Jónsdóttir forstöðumaður.

"Við bjóðum tungumálanám í málaskólum í 14 löndum, au pair vist í Bandaríkjunum, au pair vist í 12 Evrópulöndum, leiðbeiningastörf í bandarískum sumarbúðum og starfsnám í Bretlandi, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi. Í janúar 1999 og ágúst 1999 fara fyrstu skiptinemarnir til 5 eða 10 mánaða dvalar í Bandaríkjunum. Árlega dvelja á fimmta hundrað Íslendinga við nám og störf á okkar vegum beggja vegna Atlantsála."

Vistaskipti & nám hefur leyfi félagsmálaráðuneytisins til milligöngu um aupair ráðningar til Íslands. Síðastliðin 4 ár hefur verið tekið árlega á móti 40-50 erlendum au pair á vegum þess og hefur það mælst vel fyrir hjá íslenskum fjölskyldum.

"Við stofnun Evrópusambandsins opnuðust augu manna fyrir nauðsyn þess að efla menningarskipti milli þjóðanna, enda er það stefna sambandsins að efla símenntun og stuðla að auknum samskiptum landanna," segir Arnþrúður. "Í samstarfi við málaskóla í Englandi, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi bjóðum við málaskóla og starfsnám. Nemarnir dvelja frá 8 vikum upp í 7 mánuði og sækja málaskóla og vinna jafnframt fyrir fæði, húsnæði og vasapeningum við ýmis störf og öðlast um leið starfsþjálfun."

Síðastliðin þrjú ár hefur Vistaskipti & nám fengið viðurkenningu fyrir þetta starf frá Evrópusambandinu, en sambandið veitti fyrirtækinu árlega Leonardo da Vinci styrki, sem íslenskum ungmennum býðst til þátttöku í starfsnámi í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi.