FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla Íslands býður fram nú í haust M.A. nám í uppeldis- og menntunarfræði og geta nemendur valið tvær línur: Mat á skólastarfi. 60 einingar. Þar er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig í matsfræðum og mati á skólastarfi. Almennt rannsóknarnám. 60 einingar.
M.A. nám í uppeldisfræði

FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla Íslands býður fram nú í haust M.A. nám í uppeldis- og menntunarfræði og geta nemendur valið tvær línur:

Mat á skólastarfi. 60 einingar. Þar er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig í matsfræðum og mati á skólastarfi.

Almennt rannsóknarnám. 60 einingar. Markmiðið er að búa nemendur undir rannsóknir og þróunarstörf á sviði uppeldis og menntunar.

Námið spannar tvö ár. Nemendur sem ekki stunda fullt nám geta tekið námið á lengri tíma.

Inntökuskilyrði eru að nemendur hafi lokið B.A.-prófi í félagsvísindum eða öðrum greinum eða kennaranámi á háskólastigi. Fjöldi nemenda er takmarkaður. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á skrifstofu félagsvísindadeildar.