NÝR ráðherra úr röðum framsóknarmanna tekur ekki við embættum umhverfis- og landbúnaðarráðherra, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Niðurstaða þingflokks Framsóknarflokksins í gær var að Guðmundur gegndi áfram embættum sínum, líklega út kjörtímabilið.
Ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins

Guðmundur gegni embættum áfram

NÝR ráðherra úr röðum framsóknarmanna tekur ekki við embættum umhverfis- og landbúnaðarráðherra, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins.

Niðurstaða þingflokks Framsóknarflokksins í gær var að Guðmundur gegndi áfram embættum sínum, líklega út kjörtímabilið. Óskað var eftir því við félagsmálaráðherra að Guðmundur þyrfti ekki að taka við stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs fyrr en að því loknu.

Halldór Ásgrímsson sagði að þingflokkurinn teldi mjög mikilvægt að Guðmundur gegndi embættum sínum helst út kjörtímabilið og fyrir lægju mjög mikilvæg mál í ráðuneytum hans. Eining hefði verið um þetta mál innan þingflokksins.

Guðmundur/14