LÍTIÐ hafði þokast í samkomulagsátt í launadeilu flugmanna og stjórnar bandaríska flugfélagsins Northwest í gærkvöld, og átti boðað verkfall flugmannanna að hefjast klukkan fjögur sl. nótt að íslenskum tíma næðist ekki samkomulag.
Bandaríkin Þúsundir strandaglópa

Detroit. Morgunblaðið.

LÍTIÐ hafði þokast í samkomulagsátt í launadeilu flugmanna og stjórnar bandaríska flugfélagsins Northwest í gærkvöld, og átti boðað verkfall flugmannanna að hefjast klukkan fjögur sl. nótt að íslenskum tíma næðist ekki samkomulag.

Northwest hafði þegar aflýst 400 áætlunarferðum í gær og dag og talið er að af þeim völdum hafi orðið röskun á ferðaáætlunum rúmlega 25 þúsund manna. Northwest er sjötta stærsta flugfélag í Bandaríkjunum og flytur um 150 þúsund farþega á dag, að öllu jöfnu.

Allir flugmenn félagsins, 6.200 talsins, höfðu boðað verkfall, en samkvæmt lögum hefur Bandaríkjaforseti vald til að skylda flugmenn til að halda störfum áfram í tvo mánuði á meðan reynt er til þrautar að ná samningum.