Á suðurleið, á fullri ferð, í dögun, fjallveg, og hleðslugarðar, grjót enn kalt, framundan víða bjarmi og blik af pollum, þá sveigði ég, og sé þá refinn, stjarfan á miðri braut, og störum auga í auga. Frumeðlið geystist um mig, er hann brá snöggt við og þaut svo strábrúnt strikið burt.


SEAMUS HEANEY

ÚR LJÓÐAFLOKKI

KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI

Á suðurleið, á fullri ferð, í dögun,

fjallveg, og hleðslugarðar, grjót enn kalt,

framundan víða bjarmi og blik af pollum,þá sveigði ég, og sé þá refinn, stjarfan

á miðri braut, og störum auga í auga.

Frumeðlið geystist um mig, er hann brásnöggt við og þaut svo strábrúnt strikið burt.

Ó snotra höfuð, skott frægt, skjár í spurn,

sem Fólksvagninn minn blái og birting lýstu!Hvort endurfæðing valdi vatnið, fýstin,

skrið aftrábak um hælisganga gólf:

ég verð mér leið að lesa um sjáldrið skelfda.

Seamus Heaney er eitt af höfuðskáldum Íra á þessari öld. Ljóðið er úr ljóðabókinni Seeing Things frá 1991. Þýðandinn er leikari.