Stærsta listaverk heims verður ekki greint kemst ekki í heimsmetabækur en það verður greint í sálinni í brosi barnsins í tárum sem minnsta stjarna þú greinir hana ekki þó veistu að hún er þarna stærsta listaverkið bíður þess að verða greint Höfundur er myndhöggvari í Kópavogi.


GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON

STÆRSTA

LISTAVERKIÐ

Stærsta listaverk heims

verður ekki greint

kemst ekki í heimsmetabækur

en það verður greint

í sálinni

í brosi barnsins

í tárum

sem minnsta stjarnaþú greinir hana ekki

þó veistu að hún er þarna

stærsta listaverkið bíður þess

að verða greint

Höfundur er myndhöggvari í Kópavogi.