MARKMIÐ sjálfseflingarnámskeiðsins "Léttu þér lífið", sem hefst í september hjá félagsráðgjafastofunni Aðgát í Ármúla 19, er að nemandinn verði meðvitaðri um sjálfan sig, efli sjálfsöryggið og trú á eigin getu. Einnig er miðað að því að nemandinn átti sig betur á samskiptum sínum við aðra og því hvaða leið sé æskilegust í þeim efnum til þess að njóta sín til fulls.
Sjálfsefling

"Léttu þér lífið"

MARKMIÐ sjálfseflingarnámskeiðsins "Léttu þér lífið", sem hefst í september hjá félagsráðgjafastofunni Aðgát í Ármúla 19, er að nemandinn verði meðvitaðri um sjálfan sig, efli sjálfsöryggið og trú á eigin getu. Einnig er miðað að því að nemandinn átti sig betur á samskiptum sínum við aðra og því hvaða leið sé æskilegust í þeim efnum til þess að njóta sín til fulls.

Þá ættu nemendur að geta nýtt aukið sjálfstraust til þess að setja sér markmið, í starfi jafnt sem öðrum þáttum lífsins. Áhersla er lögð á að þeir nýti sinn innri mann í þeim tilgangi að gera það sem virkar og að finna nýjar leiðir til þess að takast á við sjálfan sig og aðra, að því er segir í fréttatilkynningu frá Aðgát.