ENSKUSKÓLINN er nú í húsi Framtíðarinnar í Faxafeni 10 í Reykjavík. Þar er byrjað á því að kanna getu nemenda og er þeim raðað í átta flokka. Ekki eru fleiri en tíu í bekk og geta þeir valið úr mörgum námskeiðum eftir því í hverju þeir vilja bæta sig. Kennarar eru enskir og sérstaklega þjálfaðir í að kenna útlendingum að tala ensku. Þeir hafa EFL viðurkenningu.
Enskuskólinn ENSKUSKÓLINN er nú í húsi Framtíðarinnar í Faxafeni 10 í Reykjavík. Þar er byrjað á því að kanna getu nemenda og er þeim raðað í átta flokka. Ekki eru fleiri en tíu í bekk og geta þeir valið úr mörgum námskeiðum eftir því í hverju þeir vilja bæta sig.

Kennarar eru enskir og sérstaklega þjálfaðir í að kenna útlendingum að tala ensku. Þeir hafa EFL viðurkenningu.

Nálgunin í kennslunni og í námskeiðunum er sú sama og tíðkast í tungumálaskólum í Bretlandi.

Flestir nemendur í skólanum velja almenn 7 eða 12 vikna enskunámskeið og 10 vikna sérhæft námskeið í skrift og viðskiptaensku þótt áherslan sé ævinlega á talað mál.

Enskuskólinn býður líka fyrirtækjum og hópum upp á ýmiskonar sérvalin námskeið.

Nýjung vetrarins í Enskuskólanum er kennsla fyrir börn og verður henni skipt í þrennt: Námskeið handa 5-6 ára leikskólabörnum, framhaldið er svo námskeiðið Enska er skemmtileg fyrir 6-7 ára börn og loks tekur við námskeið fyrir 8-12 ára.