Sveinn Eiríksson Elsku frændi.

Í þessum heimi hraða og hverfulleika er manni nauðsynlegt að eiga sér skjól. Stað þar sem hægt er að setjast niður og gleyma amstri daganna. Ég er svo heppin að eiga svona stað. Inn á heimili ykkar systkina hef ég oft leitað og alltaf fundið mig velkomna. Oft höfum við setið fjögur, rætt málin eða gluggað í bækur. Þið hafið spurt mig frétta, sagt mér fréttir og ekki síst frætt mig um liðna tíð. Þú kunnir ógrynnin öll af sögum, upplifðir margt um ævina og mundir allt. Það eru ekki margir sem geta lýst atburðum eins nákvæmlega og þú gerðir, jafnvel þótt áratugir væru liðnir.

Þær eru margar minningarnar og hugsanirnar sem hrærast í höfði mér núna. Ég hefði óskað að kveðjustund okkar yrði öðruvísi, en ég er þó þakklát fyrir að hafa verið hjá þér. Ég vil að lokum kveðja þig með ljóði eftir Hrafn Andrés Harðarson:

Skrifuð á blað

verður hún væmin

bænin

sem ég bið þér ­en geymd

í hugskoti

slípast hún

eins og perla í skel

­ við hverja hugsun,

sem hvarflar til þín

Takk fyrir allt.

Sigþrúður Loftsdóttir.