Arnbjörg Guðlaugsdóttir Elsku Adda amma mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Nú ertu komin til afa og búin að hitta allt þitt fólk. Það er erfitt að sjá á eftir þér en við verðum að hugsa skýrt og átta okkur á að nú líður þér vel, elsku amma mín. Ég mun geyma allar minningar um þig í hjarta mínu og biðja guð um að geyma þig vel.

Kallið er komið,

komin er nú stundin,

vinaskilnaðar viðkvæm stund.

Vinirnir kveðja

vininn sinn látna,

er sefur hér hinn síðsta blund.Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og Guð gefi öllum styrk í þessari miklu sorg.

Þitt barnabarn,

Erla Maren Gísladóttir.