The Times: Fálkaorðunni skilað með lesendabréfi ­ Ókomin til Íslands Í LUNDÚNABLAÐINU The Times birtist á laugardag lesendabréf frá Sir Peter Scott, sem árið 1971 fékk fálkaorðuna úr hendi Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands.

The Times: Fálkaorðunni skilað með lesendabréfi ­ Ókomin til Íslands

Í LUNDÚNABLAÐINU The Times birtist á laugardag lesendabréf frá Sir Peter Scott, sem árið 1971 fékk fálkaorðuna úr hendi Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands. Hana fékk hann fyrir störf að náttúruvernd. Eins og lesa má í bréfinu hyggst hann skila orðunni vegna "svívirði legrar misnotkunar Íslands á reglugerðum Alþjóða hvalveiðiráðsins."

Að sögn sendiráðs Íslands í Lundúnum hefur það ekkert heyrt frá Sir Peter, en fregnaði hins vegar að hann hefði sent orðuna í pósti. Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, sagði sömuleiðis að á forsetaskrifstofu hefði ekkert heyrst frá Sir Peter.

Bréf Sir Peter Scott fer hér á eftir, en það birtist undir fyrirsögninni "Smugur í hvalveiði reglum":

"Í næstu viku mun Alþjóða hvalveiðiráðið halda hinn árlega fund sinn, a þessu sinni í Bournemouth.

Að nafninu til er hlutverk ráðins "að setja reglur um nýtingu hvalstofna," en af flestum meðlimum ráðsins hefur það verið túlkað á þann veg að vernda beri hvalastofna. Þessi áhugi á vernd hvala leiddi í fyrra til banns við hvalveiðum í óákveðinn tíma.

Þrátt fyrir þetta hafa nokkur ríki (Noregur, Japan, Ísland og SuðurKórea) haldið áfram að drepa mörghundruð hvali ár hvert með því að notfæra sér smugu í sáttmálanum, sem leyfir einstökum ríkjum hvaladráp "í vísindaskyni."

Meðlimir Alþjóða hvalveiðiráðsins, að Bandaríkjunum og Bretlandi meðtöldum, munu í næstu viku reyna sitt ýtrasta til þess að loka þessari smugu, en pólítískir og fjárhagslegir hagsmunir að baki hvalveiðiiðnaðinum vega mjög þungt.

Íslensku hvalfangararnir hafa rétt í þessu hafið aðra vertíð svokallaðra "vísindaveiða". Þeir hyggjast drepa 120 langreyðar og sandreyðar og selja 49% hvalkjöts ins til Japans, sem er afskræming á hugsuninni sem liggur að baki "veiðum í vísindaskyni."

Fyrir 16 árum heiðraði ríkisstjórn Íslands mig með Fálkorðunni fyrir störf í þágu náttúruverndar, en þá hafði ég stundað rannsóknir á heiðagæsinni í tvö ár. Þetta var mér mikill heiður, enda nokkuð sem útlendingar eru sjaldan aðnjótandi.

Það er því með hryggð í huga sem ég sé mig tilneyddan til þessað skila orðunni, sem ég var eittsinn svo hreykinn af, til þess að sýna fyrirlitningu mín á svívirðilegri misnotkun Íslands á reglugerðum Alþjóða hvalveiðráðsins.

Yðar einlægur,

Peter Scott."

Sir Peter Scott hefur tekið öflugan þátt í ýmsum náttúruverndarsamtökum, meðal annars Greenpeace.

Lesendabréfið í The Times.