FUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu gerði eftirfarandi ályktun: "Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu mótmælir þeirri einstæðu pólitísku aðför sem gerð var að oddvita flokksins, Óla Jóni Gunnarssyni, þegar honum var vikið með ólögmætum hætti úr stól bæjarstjóra Borgarbyggðar.
Mótmæla aðför að bæjarstjóra

FUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu gerði eftirfarandi ályktun:

"Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu mótmælir þeirri einstæðu pólitísku aðför sem gerð var að oddvita flokksins, Óla Jóni Gunnarssyni, þegar honum var vikið með ólögmætum hætti úr stól bæjarstjóra Borgarbyggðar. Fulltrúaráðið lýsir fullri ábyrgð á hendur Guðmundi Guðmarssyni, oddvita framsóknarmanna í Borgarbyggð, en hann hefur með framgöngu sinni ásamt öðrum fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn vegið ómaklega að starfsheiðri Óla Jóns Gunnarssonar og efnt til sundrungar meðal íbúa Borgarbyggðar."