Greinar föstudaginn 30. apríl 1999

Forsíða

30. apríl 1999 | Forsíða | 113 orð

Blair á árarnar

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kemur í dag til Glasgow í Skotlandi til að leggja flokksbræðrum sínum lið en kosið verður til nýs, skosks heimastjórnarþings næstkomandi fimmtudag. Ný skoðanakönnun, sem birt var í gær, leiddi í ljós að Skoska þjóðarflokknum (SNP) hefur tekist að saxa nokkuð á forskot Verkamannaflokksins. Meira
30. apríl 1999 | Forsíða | 592 orð

Enn engin lausn á Kosovo-deilunni í sjónmáli

VÍKTOR Tsjernomyrdín, sendimaður Rússa á Balkanskaga, átti í gær viðræður við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, um Kosovo- málið og sagði að þeim loknum, að nokkuð hefði miðað. Tók Schröder undir það en ítrekaði, að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, yrði að fallast á meginkröfur NATO. Meira
30. apríl 1999 | Forsíða | 179 orð

Gaman á Netinu

ÞRETTÁN ára gamall drengur með mótald og mikinn áhuga á fallegum hlutum skellti sér nýlega á uppboð á Netinu og bauð samtals 226 milljónir ísl. króna í það sem honum þótti eigulegast. Alls bauð hann 14 sinnum og átti hæsta boðið fimm sinnum. Meira
30. apríl 1999 | Forsíða | 250 orð

Sharon ákærður fyrir mútur?

LÖGREGLUYFIRVÖLD í Ísrael hafa lagt til, að Ariel Sharon, utanríkisráðherra landsins, verði ákærður fyrir mútur og sviksemi. Verði af því getur það haft mikil áhrif á gengi Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra landsins, í kosningunum 17. maí nk. Meira
30. apríl 1999 | Forsíða | 37 orð

Sorgin í Littleton

FIMMTÁN krossum hefur verið komið fyrir uppi á hæð rétt við framhaldsskólann í Littleton í Colorado þar sem tveir unglingar myrtu 12 skólafélaga sína og einn kennara og sviptu síðan sjálfa sig lífi. Meira

Fréttir

30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

1. maíkaffi í Garðabæ

1. maíkaffi í Garðabæ Í TILEFNI 1. maí verða kaffiveitingar í Stjörnuheimilinu í Garðabæ kl. 15­17. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi koma í heimsókn. Allir eru velkomnir. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 442 orð

31,3% þorskkvótans flutt milli skipa á einu ári

FISKISTOFA hefur ekki upplýsingar um umfang viðskipta með varanlegar aflahlutdeildir, en tilflutningur þeirra jókst mikið á síðasta fiskveiðiári. Þannig voru færslubeiðnir vegna aflahlutdeilda 693 talsins. Samtals voru til dæmis 31,3% af heildarkvótanum í þorski, eða um 70 þúsund tonn miðað við óslægt, færð á milli skipa á fiskveiðiárinu 1997/98 en 11,8% árið áður, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

4,4% hækkun á gjaldskrá leigubifreiða

GJALDSKRÁ leigubifreiða í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra hækkaði í gær um 4,4%. Að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar formanns Frama, félags leigubifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu, hækkar startgjald leigubifreiða hins vegar ekki og verður 300 krónur sem áður. Síðasta hækkun á gjaldskrá leigubifreiða kom til framkvæmda 19. Meira
30. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Anne Kampp í Samlaginu

KYNNING á verkum Anne Kampp fer fram í maí í listhúsinu Samlaginu í Grófargili á Akureyri, en Anne er félagi í Samlaginu. Anne er fædd í Danmörku árið 1955. Hún nam leirkeragerð hjá Sejer Keramik í Danmörku en fluttist til Íslands árið 1974. Hún lauk námi við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Annir í höfninni

RÚSSNESKI togarinn Kolomenskoye kom til Reykjavíkurhafnar í vikunni til að taka troll og hlera. Áður en haldið var á miðin var tíminn nýttur til að lappa aðeins upp á útlitið. Að sögn Jónasar Ragnarssonar hafnsögumanns er mikið af skipum í gömlu höfninni í Reykjavík þessa dagana og ástandið þannig að nánast skapast vandamál þegar ný skip koma til hafnar. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Atlas stofnað á Ísafirði

Á FUNDI sem haldinn var á veitingastaðnum Á eyrinni, Ísafirði, þriðjudagskveldið 27. apríl sl., var Atlas, félag ungs Samfylkingafólks á Vestfjörðum stofnað. Félagið er það fjórða í röðinni sem stofnað er innan vébanda Samfylkingarinnar. Á framhaldsaðalfundi verða lög hins nýja félags afgreidd. Formaður þess er Ásgeir Sigurðsson. Meira
30. apríl 1999 | Landsbyggðin | 262 orð

Atvinnuvegasýning undirbúin

Stykkishólmi-Undirbúningur er í fullum gangi fyrir atvinnuvegasýningu á Vesturlandi sem haldin verður 18. til 20. júní n.k. í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Það er félagið Efling Stykkishólms ásamt atvinnumálanefnd Stykkishólmsbæjar sem standa að framkvæmd sýningarinnar. Meira
30. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Aukasýningar á Ávaxtakörfunni

FJÓRAR aukasýningar verða á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, sunnudag og á mánudag. Leikritið var sýnt á sex sýningum nýlega, uppselt var á þær allar og komust færri að en vildu. Sýningarnar á sunnudag eru kl. 12, 15 og 18 og er uppselt á sýninguna kl. 15, en örfá sæti laus á hinar. Þá verður sýning kl. 16 á mánudag, 3. maí, og er það 50. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Áhyggjur vegna aukinnar umferðar um hverfin

SKÓLASTJÓRAR Langholtsskóla og Vogaskóla og formenn foreldraráða og foreldrafélaga skólanna hafa skrifað borgaryfirvöldum og tjáð áhyggjur sínar af fyrirsjáanlegri aukningu á umferð í þessum skólahverfum sem verður með tilkomu Sundabrautar. Er þess óskað að borgaryfirvöld kynni sérstaklega fyrir íbúum hverfanna hugmyndir sínar um Sundabraut. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

ÁTVR tekur á sig flutningskostnað

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hefur hleypt af stokkunum svonefndum Fjarkaupum sem fela í sér að fólk á landsbyggðinni getur pantað áfengi símleiðis úr áfengisversluninni Heiðrúnu á Stuðlahálsi og greitt fyrir með greiðslukorti. ÁTVR annast að senda vöruna á pósthús viðkomandi viðskiptavinar og tekur á sig flutnings- og umbúðakostnað. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Barna- og unglingageðlækningar verði sjálfstæð sérgrein

EINSTAKLINGSBUNDIN greining og meðferð er nauðsynleg til þess að ná árangri í barna- og unglingageðlækningum, að mati dr. Ara Rothenberger, prófessors í barna- og unglingageðlækningum, en hann var nýlega staddur hér á landi. Rothenberger er forseti barna- og unglingageðlækningasviðs samtakanna European Union of Medical Specialities, EUMS. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 680 orð

Barnaverndarstarf mikilvægt

RÁÐSTEFNA um barnavernd og félagsráðgjöf verður haldin í dag á Grand Hóteli frá klukkan 9 til klukkan 16. Það er Fræðslunefnd stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa sem býður til þessarar ráðstefnu. Hún er ætluð félagsráðgjöfum, félagsmálastjórum og starfsmönnum barnaverndarnefnda. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Bleikjan gaf sig í Skiphyl

VEL hefur veiðst í Hítará að undanförnu, en vorveiði á sjóbleikju stendur þar í apríl. Veiði lýkur nú um mánaðamótin og menn hefjast ekki handa í ánni á ný fyrr en laxinn byrjar að ganga í júní. Á föstudaginn fyrir viku veiddust níu bleikjur og voru þá komnar ellefu á land. Eitthvað veiddist um helgina og á mánudaginn var síðan besti dagurinn, en þá veiddust 23 bleikjur. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 257 orð

Bón Amnesty synjað

TYRKNESK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að alþjóðlegum eftirlitsmönnum yrði ekki hleypt að Abdullah Öcalan skæruliðaleiðtoga Kúrda sem situr nú í varðhaldi á Imrali- fangelsiseyjunni í Marmarahafi. Fulltrúar mannréttindasamtakanna Amnesty International höfðu farið þess á leit að fá að vera viðstaddir réttarhöldin yfir Öcalan sem ráðgert er að hefjist í Ankara dag. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Deildir verði sjálfstæðar einingar

LAGT er til í skýrslu faghóps heilbrigðisráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa að heilbrigðisráðuneytið leiti leiða til að breyta sjúkrahúsarekstrinum þannig að ákveðnir þættir verði skildir frá kjarna starfseminnar og reknir sem sjálfstæðar einingar. Er í því sambandi litið meðal annars til öldrunarþjónustu, röntgendeilda, rannsóknastofa og tölvu- og upplýsingaþjónustu. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 360 orð

Drengirnir þrír hreinsaðir af sakargiftum

Í GÆR fór fram síðasta útför fórnarlamba blóðbaðsins í Littleton, en þá var átján ára gamall drengur borinn til grafar. Lögregla segir sífellt fleiri vísbendingar finnast við rannsóknina, en á miðvikudag voru drengirnir þrír, sem grunaðir höfðu verið um aðild að morðunum, hreinsaðir af sakargiftum. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Eigendur Rauða ljónsins kveðja

VELUNNARAR Rauða ljónsins á Eiðistorgi ætla í kvöld að kveðja Árna Björnsson og Rósu Thorsteinson sem átt hafa og rekið staðinn sl. áratug. Á morgun, laugardag, tekur hlutafélagið KR-sport formlega við rekstrinum. Um kvöldið leika hin þekkta hljómsveit + á Richter og Finni skjálfti fyrir dansi. KR-ingar og aðrir eru boðnir velkomnir á Ljónið, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fá upp í 50 tonn í hali

MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar, Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1069 orð

Ferðaþjónustan orðin mjög mikilvæg atvinnugrein

FRAMBJÓÐENDUR fjögurra stjórnmálaflokka kynntu stefnu sinna flokka í málefnum ferðaþjónustunnar í upphafi fundarins í gær, en að honum loknum svöruðu þeir fjölmörgum fyrirspurnum frá fundargestum sem m.a. snerust um sambýli ferðaþjónustunnar við aðrar atvinnugreinar eins og til dæmis hvalveiðar og virkjanir. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 744 orð

Flugskeyti frá NATO-vél lenti á húsi í Búlgaríu HERNAÐURINN

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ staðfesti í gær að ein af flugvélum þess hefði skotið flugskeyti, sem eyðilagði íbúðarhús í Búlgaríu í fyrrakvöld, og sagði að það hefði misst marks í árás á loftvarnastöð í Júgóslavíu. NATO hefur hert lofthernað sinn yfir Svartfjallalandi, sem er í júgóslavneska sambandsríkinu með Serbíu, og kona beið bana í einni loftárásinni í fyrradag. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Flutningamiðstöð Norðurlands í nýtt húsnæði

FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands ehf., FMN, hefur flutt starfsemi sína í 4600 m húsnæði á Rangárbraut 2b á Dalvík, sem fyrirtækið festi kaup á í desember á síðasta ári. Í nýja húsnæðinu er skipaafgreiðsla Samskipa vegna strandflutninga, vöruafgreiðsla Sæfara, vöruafgreiðsla bíla og fóðurvöruafgreiðsla. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Fréttir fyrir lófatölvur

FRÉTTAYFIRLIT af Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, er nú aðgengilegt þeim sem nota lófatölvur, hvort sem um er að ræða Palm eða Windows CE. Hægt er að sækja fréttayfirlitið með viðeigandi hugbúnaði og lesa inn á tölvurnar. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Fullviss um lýðveldi innan tíu ára

FINNBOGI Ísakson, forseti færeyska Lögþingsins, segir að meirihluti sé fyrir því í þinginu að stefnt verði að því að Færeyjar verði fullvalda ríki en áfram með tengsl við Danmörku á sviði utanríkis- og efnahagsmála. Hann segir að mismunandi áherslur séu meðal stjórnmálaflokkanna um leiðir að þessu marki en allir eigi þeir sameiginlega þá sýn að breyting verði á sambandi Færeyja og Danmerkur. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 852 orð

Fækka á einbreiðum brúm um tíu til tuttugu á ári

Brúm á hringveginum sem eru aðeins ein akrein mun fækka umtalsvert næstu árin samkvæmt langtímaáætlun í vegagerð landsmanna. Jóhannes Tómasson ók hringinn í síðustu viku og taldi brýrnar. Þær eru í dag um 90. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Góð þjónusta í 60 ár

STARFSFÓLK Póstsins á Húsavík fagnaði sumri síðasta vetrardag með því að veita viðskiptamönnum kaffi og meðlæti en það var fullkomin ástæða til að fagna sumrinu eftir mjög harðan og snjóþungan vetur í von um betri og bjartari tíð á komandi sumri. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Hátíðarkaffi og dagskrá í MÍR 1. maí

EINS og mörg undanfarin ár verður opið hús í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí og þá boðið upp á ýmis dagsráratriði. Kaffihlaðborð verður frá kl. 14, efnt verður til lítillar hlutaveltu og sýndar teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóðina frá kl. 15, en kl. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hópakstur bifhjóla 1. maí

BIFHJÓLASAMTÖK Lýðveldisins, Sniglar, og forvarnadeild lögreglunnar munu næstkomandi laugardag 1. maí standa fyrir hópakstri bifhjóla á höfuðborgarsvæðinu. Þema dagsins er hætturnar í umferðinni og af því tilefni munu tíu gatnamót í Reykjavík verða merkt með svörtum borðum. Lagt verður upp frá Kaffivagninum við Grandagarð kl. 13.30 og endað við Karphúsið, Borgartúni 22. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 123 orð

Hætta með erfðabreytt matvæli

STÆRSTI matvælaframleiðandi Bretlands, Unilever, hefur tilkynnt að erfðabreytt efni, einkum soja, verði ekki lengur notuð í framleiðslu fyrirtækisins. Þá hefur Tesco, stærsti matvörusmásali Bretlands, tilkynnt að erfðabreytt efni verði ekki framar í vörum, sem fyrirtækið selur undir eigin nafni. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Iðja styður skipulagsnefnd ASÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem samþykkt var á aðalfundi 26. apríl sl.: "Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, lýsir yfir fyllsta stuðningi við afgreiðslu laga- og skipulagsnefnda ASÍ við afgreiðslu á umsókn FÍS og Matvís í Alþýðusambandið. Skipulag Alþýðusambandsins á að vera traust og í föstum skorðum. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Íslandsmeistaramót í Svarta-Pétri 1999

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta-Pétri 1999 verður haldið í ellefta sinn sunnudaginn 2. maí á Sólheimum í Grímnesi og hefst það kl. 15 og lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Edda Björgvinsdóttir leikkona. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Íslensk sinfónía frumflutt

Morgunblaðið/Golli Íslensk sinfónía frumflutt ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti fyrstu sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Í tónlistardómi Ríkarðar Ö. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Íslenskt efnahagslíf þolir ekki vinstri stjórn

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á fjölmennum stjórnmálafundi í Nýja Bíói á Akureyri í gærkvöld að í sínum huga væri vinnufriðurinn eitt það besta við núverandi kjörtímabil, "sá lengsti friður á vinnumarkaði sem við höfum haft". Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Játa smygl á 1200 flöskum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst smyglmálið sem kom upp á miðvikudag þegar 1200 lítrar af áfengi fundust í flutningaskipinu Hvítanesi í Hafnarfjarðarhöfn við leit tollvarða. Að sögn lögreglunnar liggja fyrir játningar nokkurra áhafnarmeðlima í málinu og hefur allri áhöfninni, fimm Íslendingum og fjórum Pólverjum, Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 658 orð

Kínverjar neita ásökunum um aðild

TALSMENN kínverskra stjórnvalda neituðu í gær algerlega ásökunum þess efnis að þau hafi átt hlut að máli þegar njósnari, sem er af kínversku bergi brotinn, stal leynilegum upplýsingum um fullkomnasta kjarnaodd Bandaríkjahers. Stjórnvöld í Peking sögðu málið vera alfarið á herðum Bandaríkjamanna og að vandamálið væri þeirra. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 721 orð

Kosningabaráttan vaknar aftur til lífsins

KOSNINGABARÁTTAN í Skotlandi vaknaði til lífsins í gær þegar birt var ný skoðanakönnun sem sýndi að Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) hefur saxað nokkuð á forskot Verkamannaflokksins í baráttunni um fylgi kjósenda fyrir kosningar á nýtt heimastjórnarþing sem fram eiga að fara næstkomandi fimmtudag. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kosningahátíð Húmanistaflokksins

HÚMANISTAFLOKKURINN býður laugardaginn 1. maí kl. 16 upp á skemmtun, kaffi og heimabakkelsi á Grettisgötu 46. Flokkurinn kynnir stefnumál sín og frambjóðendur spjalla við kjósendur. Bergþóra Árnadóttir og dóttir hennar Birgitta Jónsdóttur, sem skipar annað sæti Reykjavíkurlistans, munu troða upp saman í fyrsta sinn. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 533 orð

Kynt undir deilum Askenasa og Sefarda

MIKIL harka hefur færst í kosningabaráttuna í Ísrael og Aryeh Deri, einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins, hefur valdið miklu uppnámi með því að birta myndband, sem þykir líklegt til að magna spennuna milli Askenasa og Sefarda, helstu hópa gyðinga. Meira
30. apríl 1999 | Miðopna | 1406 orð

Lagalegar hliðar aldamótaársvandans Fyrirtæki eru sem óðast að búa sig undir næstu áramót, en þá óttast menn að tölvukerfi víða

MIKIL umræða hefur verið um svonefndan aldamótaársvanda í tölvukerfuum víða um heim. Miklu fé hefur verið eytt í að undirbúa tölvukerfi undir áramótin örlagaríku þegar ártalið breytist út 99 í 00 samkvæmt áður viðurkenndum leiðum til að tákna ár í útreikningum. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT um ráðstefnu um lífsstíl og forvarnir í miðvikudagsblaðinu, sem haldin verður í Hveragerði nú um mánaðamótin, er sagt að Heilsugæslan í Hveragerði standi m.a. að námskeiðinu. Það er ekki rétt. Það er Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, lyfjafyrirtækið Novartis og heilsugæslan sem standa að ráðstefnunni. Beðist er velvirðingar á vitleysunni. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Listrænt uppeldi

SUMIR foreldrar spila verk Mozarts fyrir ófædd börn sín í von um að þau öðlist tónlistarhæfileika. Foreldrar þessa ungbarns vonuðust sennilega til þess að það tæki við listrænum straumum frá verkum Spessa ljósmyndara á sýningunni "Bensín" á Kjarvalsstöðum. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 716 orð

Mannvirkin bjóða upp á margs konar notkun

MIKIL mannvirki Alþýðuskólans á Eiðum, kennslustofur, samkomusalur, sundlaug, mötuneyti, heimavist og kennaraíbúðir, hafa staðið auð undanfarin misseri, fyrir utan hótelrekstur á sumrin, en rætt hefur verið um að hópur flóttamanna, sem hingað er væntanlegur á næstu vikum, gæti fengið þar inni tímabundið. Meira
30. apríl 1999 | Landsbyggðin | 576 orð

Margir þættir hafa breyst til hins betra

Djúpavogi-Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri hefur í samvinnu við stærstu fyrirtækin í Djúpavogshreppi, Búlandstind hf. og Gautavík, ásamt Hótel Framtíð, boðað til blaðamannafundar hér á Djúpavogi í dag föstudag. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Málþing um sambúð og fjölskyldur

HALDIÐ verður á morgun málþing um sambúðarform og fjölskyldugerðir. Fer það fram í Kirkjuhvoli í Garðabæ og hefst klukkan 13.30, en það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur fyrir málþinginu. Fyrirlesarar verða dr. Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðingur. Meira
30. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 353 orð

Mikill áhugi og nær uppselt á tónleikana

MIKILL áhugi er fyrir tónleikum Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara með Karlakór Akureyrar-Geysi, en tvennir tónleikar verða á Akureyri, í kvöld, föstudagskvöldið 30. apríl, kl. 20 og á morgun, laugardaginn 1. maí, kl. 16 og þá verða tónleikar í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum kl. 16 á sunnudag. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Missti af tuttugu milljónum

AÐALVINNINGUR Happdrættis DAS, að upphæð 20 milljónir á einfaldan miða og 40 milljónir á tvöfaldan miða var dreginn út í gær og kom hann á miða númer 37546. A-hluti miðans var seldur í aðalumboði happdrættisins í byrjun happdrættisárs í maí í fyrra. Kaupandi miðans sagði honum hins vegar upp í júlí sama ár og missti því af 20 milljóna króna vinningi nú. B-hluti miðans var óseldur. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mótmæla aðför að bæjarstjóra

FUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu gerði eftirfarandi ályktun: "Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu mótmælir þeirri einstæðu pólitísku aðför sem gerð var að oddvita flokksins, Óla Jóni Gunnarssyni, þegar honum var vikið með ólögmætum hætti úr stól bæjarstjóra Borgarbyggðar. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mótorhjólasýning um helgina

STÆRSTA sýning á nýjum mótorhjólum, sem haldin hefur verið hér á landi, fer fram í húsakynnum Merkúrs hf. í Skútuvogi 12a um helgina. Á þriðja tug hjóla verður til sýnis, m.a. hippahjólin Wild Star 1600, Drag Star og Virago. Þá verða til sýnis kappaksturshjólin Yamaha R6 og R1, torfæruhjól og minni hjól, þ.e. Meira
30. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Myndir úr atvinnulífinu

SÝNING á myndum af vinnandi fólki verður opnuð í Iðnaðarsafninu á Akureyri, sem er í svonefndu Hekluhúsi á Gleráreyrum laugardaginn 1. maí kl. 16. Þetta eru teikningar, málverk og grafíkmyndir eftir Guðmund Ármann, en þær gerði hann á árunum 1978­1984. Teikningarnar eru af fólki við vinnu í verksmiðjunum, við skinnaverkun, litun, úr prjónadeild og við ullarvinnu. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Námskeið í sálrænni skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í sálrænni skyndihjálp 3. og 5. maí nk. Kennt verður frá kl. 18­22 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum 15 ára og eldri sem áhuga hafa á sálrænni skyndihjálp. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu eða reynslu á þessu sviði. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Nemendasamningar um samábyrgð

FORELDRAVERÐLAUN Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, voru afhent í fjórða sinn á miðvikudag við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut í þetta skipti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir "nemendasamninga" sem undirritaðir eru af nemanda, foreldrum hans og fulltrúa skólans. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 625 orð

Niðurstaðan er mikil tíðindi

EFSTU menn á listum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Austurlandi telja niðurstöðu skoðanakönnunar Gallups, sem mælir m.a. 17,6 prósentustiga fylgistap Framsóknarflokksins í kjördæminu frá síðustu alþingiskosningum, mikil tíðindi. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Nýr forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar

DR. VÉSTEINN Ólason prófessor tekur við starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi hinn 1. maí, en forveri hans, Stefán Karlsson prófessor, lét af störfum vegna aldurs um síðastliðin áramót. Vésteinn er fæddur á Höfn í Hornafirði 1939 og á að baki rösklega 30 ára feril við rannsóknir og kennslu íslenskra bókmennta. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Nær helmingur styður Sjálfstæðisflokkinn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur 48% fylgis meðal stúdenta við Háskóla Íslands samkvæmt skoðanakönnun sem Stúdentablaðiðlét gera dagana 9. til 16. apríl sl. Samfylkingin nýtur 34% fylgis meðal stúdenta, Framsóknarflokkurinn 8% fylgis og Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð 7% fylgis. 3% stúdenta ætla að kjósa aðra flokka, en ekki er greint nánar frá því um hvaða flokka er að ræða. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ostahúsið í Hafnarfirði flytur

OSTAHÚSIÐ í Hafnarfirði flytur föstudaginn 30. apríl í Drafnarhúsið að Strandgötu 75. Í tilefni opnunarinnar mun Ostahúsið standa fyrir eftirfarandi uppákomum: Föstudaginn 30. apríl verður framleiðsla Ostahússins kynnt auk þess sem boðið verður upp á sérbökuð brauð frá Jóa Fel. Á laugardeginum 1. maí, milli kl. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ók útaf á mótorhjóli

MAÐUR slasaðist nokkuð er hann ók torfærumótorhjóli útaf Heiðmerkurvegi við Vífilsstaðahlíð um klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu leit slysið illa út við fyrstu sýn, en maðurinn, sem er 32 ára gamall, var á leið úr Heiðmörk ásamt tveimur öðrum þegar hann missti hjólið útaf í beygju og kastaðist um 15 metra. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 87 orð

Óttast aðsókn Kínverja

STJÓRNMÁLAMENN í Hong Kong hvöttu stjórnvöld í gær til að breyta löggjöf nýlendunnar fyrrverandi og koma þannig í veg fyrir að yfir ein og hálf milljón Kínverja frá meginlandinu setjist þar að, nú er atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira. Donald Tsang, fjármálaráðherra Hong Kong, sagði í gær að slíkur fólksstraumur myndi valda enn meiri efnahagsþrengingum í Hong Kong. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

"Rauður 1. maí" í sjötta skipti

SAMKOMA verður haldin á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, að kvöldi 1. maí kl. 20 undir heitinu Rauður 1. maí. Þetta er í 6. árið í röð sem slík samkoma er haldin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á dagskrá eru ávörp, upplestur og tónlist. Ávörp flytja: Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, Jón Kjartansson frá Pálmholti og Ragnar A. Þórsson leiðsögumaður. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Ráðinn bani með hamri

TUTTUGU og sex ára gamall Bandaríkjamaður, eiginmaður íslenskrar konu, lést í Bristol í Pennsylvaníu-fylki í fyrradag af völdum áverka sem hann fékk í kjölfar átaka á laugardagskvöld. Maðurinn skilur eftir sig einn son, rúmlega eins árs gamlan, sem hann á ásamt íslenskri konu sinni. Hann starfaði sem tónlistarmaður. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Rekstur kostar 28 milljónir

FJÁRÖFLUN verður um helgina á vegum Götusmiðjunnar-Virkisins sem rekið hefur meðferðarheimili fyrir unglinga á aldrinum 16 til 20 ára sem hafa átt í erfiðleikum vegna fíkniefnaneyslu frá því í júní 1998. Virkið fær fjögurra milljóna króna framlag frá ríkissjóði í ár og því þarf að grípa til almennrar fjársöfnunar til að endar nái saman en rekstur þess kostar á ári kringum 28 milljónir króna. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Rolling Stones-kvöld á Vagninum

Í DAG föstudag, 30. apríl, verður haldið Rolling Stones-kvöld á Vagninum. Hljómsveitin COR frá Flateyri mun leika öll helstu lög þessarar heimsfrægu hljómsveitar, sem er væntanleg til Íslands á þessari öld. Einn helsti áhangandi Rolling Stones á Íslandi, Ólafur Helgi Kjartansson, verður heiðursgestur kvöldsins og tekur hugsanlega lagið með hljómsveitinni. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Sjaldséð margæs

AMERÍSK margæs eða vestræn margæs hefur sést á Álftanesi en þessi tegund margæsa verpir í NV-Ameríku. Þetta er í fjórða sinn sem sést til hennar hér á landi. Hana má þekkja á svörtum maga, ljósum síðum og hvítum hálskraga sem nær saman að framan. Vorin eru gósentími fuglaáhugamanna. Farfuglarnir koma einn af öðrum til landsins og er fylgst með komu þeirra af áhuga um allt land. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skipuð nefnd um gagnagrunnsumsóknir

SKIPUÐ hefur verið fimm manna nefnd embættismanna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til að fara yfir umsóknir sem borist hafa um gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns. Hefur nefndin þegar hafið störf. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Skógarsjóður er sjálfseignarstofnun

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur vill vekja athygli á því að nýstofnaður Skógarsjóður er sjálfseignarstofnun, stofnaður af félaginu Gírótómbólan, sem nú hefur verið hleypt af stokkunum á vegum Skógarsjóðsins. Sjóðurinn mun starfa sem alhliða styrktarsjóður um landbætur um allt land. Meira
30. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 350 orð

Skuldir Landsvirkjunar hamla samkeppni í orkusölu

FRANZ Árnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar og stjórnarmaður í Þeistareykjum ehf., sagði fyrirhugaðar framkvæmdir og rannsóknir á Þeistareykjum mjög spennandi. "Hitt er svo annað mál að samkeppni kemst ekki á í orkusölu meðan Landsvirkjun skuldar það sem hún gerir. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Starfsemin fer ört vaxandi

AÐALFUNDURr Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var haldinn 19. apríl s.l. Lögð var fram skýrsla um starfsemi deildarinnar síðastliðið starfsár. Starfsemin hefur farið vaxandi á undanförnum árum og hafa ný verkefni bæst við á hverju ári. Stærsta verkefni starfsársins var opnun Sjálfboðamiðstöðvar á Hverfisgötu 105, en tilgangur hennar er að efla og auka sjálfboðið starf innan deildarinnar. Meira
30. apríl 1999 | Miðopna | 1145 orð

Tekið við 10.000 tonnum af geislavirkum úrgangi Norskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Rússar áformi að taka við

Í RÚSSLANDI hafa menn sett sér það markmið að taka við meira magni kjarnorkuúrgangs en nokkuð annað ríki í veröldinni hefur gert. Viðkvæmu lífríki Barentshafsins mun þar af leiðandi stafa hætta af niðurníddum og ófrágengnum geymslusvæðum. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Teknar verði upp klínískar leiðbeiningar

KLÍNÍSKAR leiðbeiningar og kjörmeðferð, þ.e. rammi eða viðmiðun sem nota má við meðferð og rannsóknir einstakra sjúkdóma, geta hugsanlega lækkað rekstrarkostnað í heilbrigðiskerfinu að því er fram kemur í skýrslu faghóps heilbrigðisráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa. Hefur hann lagt til að heilbrigðisráðherra skipi hópa til að undirbúa að slíkar leiðbeiningar verði teknar upp hérlendis. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 68 orð

Tígrishvolpar fá pela

Reuters Tígrishvolpar fá pela EINS og hálfs mánaðar gamlir tígrishvolpar fá pela hjá vörðum í dýragarðinum Í Buenos Aires. Hvítur litur annars hvolpsins er mjög sjaldgæfur og vakti undrun meðal viðstaddra er hvolparnir voru sýndir blaðamönnum á alþjóðlegum degi dýra í gær. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tveggja ára skilorðsdómur

22 ÁRA íslensk kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Hamborg á miðvikudag fyrir að hafa haft í fórum sínum 1.400 grömm af amfetamíni og rúmlega 100 grömm af kókaíni á flugvellinum í Hamborg hinn 22. desember. Eiturlyfin fundust við leit í öryggishliði á flugvellinum þar sem hún hafði límt amfetamínið á skrokk sér en kókaínið fannst í stígvéli hennar. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Tveir rafvirkjar brenndust

SJÚKRAFLUGVÉL lenti á Reykjavíkurflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi með starfsmenn rafveitunnar á Neskaupstað, sem brenndust er skammhlaup varð í rafveitunni þar í bæ síðdegis í gær. Tveir rafvirkjar voru að vinna í rafmagnsskáp í rafstöðinni er skammhlaup varð með þeim afleiðingum að þeir slösuðust. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 428 orð

Umbótasinni hlýtur þungan dóm

DÓMSTÓLL í Teheran, höfuðborg Írans, kvað upp úrskurð sinn í gær í máli Gholamhossein Karbaschi, fyrrverandi borgarstjóra Teheran, sem sakaður hefur verið um fjárdrátt. IRNA-fréttastofan íranska, hafði eftir háttsettum embættismanni í íranska stjórnkerfinu að á miðvikudag hefði verið gefin út handtökuskipun á hendur Karbaschi og að dómurinn yfir honum kvæði á um tveggja ára fangelsisdóm, Meira
30. apríl 1999 | Landsbyggðin | 138 orð

Uppgripsverslun opnuð á Akranesi

OPNUÐ hefur verið Uppgripsverslun á Suðurgötu 10 á Akranesi en þar hefur um árabil verið bensínstöð Olís. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Olís á Vesturlandi, er þetta 14. Uppgripsverslunin sem opnuð er og sú fyrsta á landsbyggðinni þar sem slík verslun og umboð Olís er undir sama þaki. Bensín- og olíuafgreiðslan verður áfram opin til kl. 23.30. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Vanræksla skipstjóra talin orsök strandsins

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði Eimskipafélag Íslands hf. og Atalanta Schiffartgesellschaft mbH & Co, eigenda Víkartinds, af 2,3 milljóna króna skaðabótakröfu Style R. Magnússon, eins eiganda varnings um borð í Víkartindi. Skipið strandaði hinn 5. mars 1997 við Háfsfjöru rétt austan ósa Þjórsár og gjöreyðilagðist farmur skipsins að miklum hluta. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Veitingahús rís í Nauthólsvík

VIÐ göngustíginn í Nauthólsvík er verið að reisa veitingahús, sem rúma mun 40­50 manns í sæti en að auki er gert ráð fyrir aðstöðu á verönd við húsið. Að sögn Óskars Bergssonar, verktaka og eins eigenda Lyngbergs ehf., sem stendur að framkvæmdinni, er stefnt að opnun staðarins um mánaðamótin maí­júní og mun María Björnsdóttir veitingamaður sjá um reksturinn. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

VG á ferð um Austurland

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, verður á ferð um Austurland um helgina ásamt Þuríði Backman og fleiri frambjóðendum U-listans. Litið verður inn í 1. maí-kaffi á nokkrum stöðum og á blakmót öldunga sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Daginn eftir verður morgunfundur með Steingrími í kosningamiðstöðinni á Egilsstöðum. Þá verður 1. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Von á 50 flóttamönnum frá Kosovo í næstu viku

SAMÞYKKT var á fundi flóttamannaráðs í gær að stefnt yrði að því að sendinefnd héldi til Makedóníu á nk. þriðjudag og kæmi til baka á föstudag. Með nefndinni kæmu 50 flóttamenn frá Kosovo sem búsettir yrðu í héraðsskólanum á Eiðum í tvær til þrjár vikur meðan verið væri að útvega þeim framtíðarheimili. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vor- og sölusýning Gjábakka

HIN árlega vorsýning á handunnum munum, gerðum af högum höndum eldra fólks í Kópavogi, verður opnuð laugardaginn 1. maí í Gjábakka kl. 14. Sýningin verður opin þann dag og sunnudaginn 2. maí, frá kl. 14 til 18 báða dagana. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Vorsýning tréskurðarmanna

FÉLAG áhugamanna um tréskurð heldur sína árlegu vorsýningu í safnaðarheimili Háteigskirkju laugardaginn 1. maí og sunnudaginn 2. maí, kl. 14 til 18 báða dagana. Allt áhugafólk um tréskurð, handverk og listsköpun er hvatt til að sjá sýninguna. Heimasíða félagsins er http://www.islandia.is/Ìtreskurd. Meira
30. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 632 orð

William Hague reynir að bera klæði á vopnin

ÞEGAR styttist til kosninga gripu brezkir íhaldsmenn til vopna. En í stað þess að berja á óvininum réðust þeir hver gegn öðrum í vígamóð. William Hague, formaður flokksins, reyndi í ræðum í fyrrakvöld að bera klæði á vopnin; hann sagðist ekki vera orðinn afhuga arfleifðinni frá Margaret Thatcher, Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 2270 orð

Ætlum okkur að verða framtíðarafl í stjórnmálum

Í STEFNUYFIRLÝSINGU Vinstrihreyfingarinnar er talað um að flokkurinn vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum. Talað er um að hann hafni gróðafíkn og neysluhyggju, en styðjist við sígilda vinstristefnu um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hvað vill flokkurinn ganga langt í róttækum þjóðfélagsbreytingum? Vill hann t.d. Meira
30. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ættarmót Hallbjarnarættar

ÆTTARMÓT Hallbjarnarættar verður haldið í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn 2. maí nk. Þarna hittast afkomendur Hallbjarnar E. Oddssonar barnakennara og Sigrúnar Sigurðardóttur. Börn þeirra voru Sigurður Eðvarð, Valgerður Friðrika, Ólafía Sigurrós, Oddur Valdimar, Sveinbjörn Hallbjörn, Guðrún, Cæsar Benjamín Mar, Páll Hermann, Sigrún, Kristey og Þuríður Dalrós. Samkoman hefst klukkan 14. Meira

Ritstjórnargreinar

30. apríl 1999 | Staksteinar | 433 orð

Ágúst og kvótinn

VEF-ÞJÓÐVILJINN birtir hinn 27. apríl síðastliðinn pistil um Ágúst Einarsson alþingismann og rifjar upp hvað hann sagði í viðtali við Sjávarfréttir í 4. tölublaði þess tímarits á árinu 1989. VEF-ÞJÓÐVILJINN segir: "Árið er 1989 og Ágúst Einarsson er framkvæmdastjóri og eigandi Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík sem hann skipti síðan á og hlutabréfum í Granda hf. (ó, ó, ó, kvótabrask). Meira
30. apríl 1999 | Leiðarar | 682 orð

TUNGAN OG TÆKNIN

ÞAÐ VERÐUR æ ljósara að framtíð íslenskrar tungu veltur ekki síst á því hvernig okkur tekst að laga hana að tækniframþróuninni eða öfugt, ­ hvernig gengur að laða tæknina að tungunni. Ekki er langt síðan farið var að huga að svokallaðri tungutækni hér á landi en hún fæst við hvers konar meðferð tungumálsins í tölvum og hugbúnaði. Meira

Menning

30. apríl 1999 | Menningarlíf | 680 orð

13,2 millj. kr. úthlutað úr Menningarsjóði

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 1999. Alls bárust 113 umsóknir að þessu sinni með beiðni um styrki að fjárhæð u.þ.b. kr. 82 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 44 styrki, samtals að fjárhæð kr. 13,2 milljónir, til eftirtalinna verkefna: Íslenska menningarsamsteypan art.is ehf. Heimur kvikmyndanna í ritstjórn Guðna Elíssonar, 700.000. 500.000 kr. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 150 orð

50. sýning Ávaxtakörfunnar

AUKASÝNINGAR á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni verða í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 2. maí kl. 12, 15 og 18 og mánudaginn 3. maí kl. 16 en þá hefur leikritið verið sýnt 50 sinnum. Nú þegar hafa yfir 11.000 áhorfendur séð verkið frá frumsýningardegi 6. september. Næstu sýningar í Íslensku Óperunni eru eru 9., 15. og 16 maí. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 58 orð

Álafosskórinn í Laugarneskirkju

ÁLAFOSSKÓRINN heldur vortónleika sína í Laugarneskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 20 og í Varmárskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 5. maí kl. 20. Efnisval er fjölbreytt og samanstendur af íslenskum og erlendum lögum ásamt negrasálmum. Einnig mun kórinn frumflytja nokkur lög eftir stjórnanda kórsins, Helga R. Einarsson. Undirleikari á píanó er Hrönn Helgadóttir. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 424 orð

Bassinn lekur eins og kvikasilfur milli nótna

ÓSKAR Guðjónsson tónlistarmaður fjallar um nýja breiðskífu Klute Casual Bodies. Hann kemur fram á Kaffi Thomsen í kvöld og Ráðhúskaffi á Akureyri annað kvöld. Bassinn lekur eins og kvikasilfur milli nótna NÝJASTA afurð tónlistarmannsins Klute er geisladiskurinn Casual Bodies. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 212 orð

Björk meðal þeirra bestu að mati Rolling Stone

BLAÐAMENN og ritstjórar hins virta tónlistarblaðs "Rolling Stone" hafa valið 150 breiðskífur sem þeir telja lýsandi fyrir tíunda áratuginn. Plöturnar eru valdar með tilliti til tegundar tónlistar og þess tíma sem þær voru gefnar út og eiga að sýna hvernig tónlist síðustu tíu ára hefur þróast og breyst, fengið líf og látið. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 198 orð

Danska gleðisveitin Shu-Bi Dua á BroadwayÍ fyrsta ski

Danska gleðisveitin Shu-Bi Dua á BroadwayÍ fyrsta skipti á Íslandi DÖNSKU gleðigjafarnir í Shu-Bi Dua halda tónleika í kvöld og annað kvöld í Broadway og er það í fyrsta skipti sem sveitin sækir Íslendinga heim. Meira
30. apríl 1999 | Myndlist | 712 orð

Ef ég réði veröldinni...

Til 2. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. SJÖ skoskir listamenn sýna um þessar mundir í Nýlistasafninu, ásamt Bryndísi Snæbjörnsdóttur, eina íslenska þátttakandanum. Sýningin ber yfirskriftina "If I Ruled the World...", sem er eilítið gráglettinn titill, einkum þegar verkin eru höfð í huga. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 70 orð

Einleikarapróf í Salnum

Einleikarapróf í Salnum SEINNI hluti einleikaraprófs Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, píanóleikara, frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, sunnudaginn 2. maí kl. 17. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga nr. XV í G-dúr (W.Kl.I) eftir J.S. Bach, Sónata í A-dúr op. 101 eftir L.v. Beethoven, Iberia eftir I. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 396 orð

Fiðlarinn dæmdi ekki bóksalann

FIÐLULEIKARI getur leikið á sína fiðlu og dómari getur dæmt en kanadíski dómarinn Ken Peters komst að því á dögunum að erfitt getur verið að sinna hvoru tveggja. Peters lék fiðlarann í Fiðlaranum á þakinu í nýlegri uppfærslu í heimabæ sínum, Dauphin, í Kanada. Meira
30. apríl 1999 | Bókmenntir | 375 orð

Fífilbrekka fastaland

SKÁLDSKAPURINN og ástin á máli, þjóð og náttúru eru meðal meginefna Þórs Stefánssonar í ljóðabókinni Ljóð út í veður og vind. Meginhluti ljóðanna er ortur úti í Kaupmannahöfn þar sem margt minnir á þau ágætu skáld Jónas Hallgrímsson og Jón Helgason og ekki laust við að á þá sé minnst og til ljóðheima þeirra leitað: Fífilbrekka þín er fóta minna fastaland og ævi minnar saga. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 360 orð

Fjölbreytt afmælisdagskrá á morgun

Hundrað ár frá fæðingu Jóns Leifs tónskálds Fjölbreytt afmælisdagskrá á morgun Á MORGUN, 1. maí, eru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Leifs tónskálds og af því tilefni stendur Tónskáldafélag Íslands fyrir fjölbreyttri afmælisdagskrá sem hefst kl. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 204 orð

Fjörugur dans Dansinn

Framleiðsla: Ágúst Guðmundsson. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Handrit: Kristín Atladóttir og Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Ernest Vincze. Tónlist: Kai Dorenkamp, Jürgen Peukert og Rainer Grüenbaum. Aðalhlutverk: Gunnar Helgason, Baldur Trausti Hermannsson, Pálína Jónsdóttir og Dofri Hermannsson. 87 mín. Íslensk. Háskólabíó, apríl 1999. Öllum leyfð Meira
30. apríl 1999 | Tónlist | 596 orð

Fyrir troðfullum Sal

Lög og útsetningar eftir m.a. Inga T. Lárusson, Atla Heimi Sveinsson, Mozart og Jóhann Strauss yngri. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir S, Birgir Hólm T, Ólafur J. Bjarnason T og Stefán Jónsson, B-bar. Píanóleikur: Sigurður Marteinsson. Karlakórinn Stefnir u. stj. Lárusar Sveinssonar. Þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.30. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 50 orð

Gospelsystur í Grindavík

GOSPELSYSTUR Kvennakórs Reykjavíkur verða með tónleika í Grindavíkurkirkju í dag, laugardag, kl. 17. Víða verður komið við í efnistökum en aðaláhersla lögð á negrasálma. Gospelkórinn er nýjasti kór Kvennakórs Reykjavíkur. Í kórnum eru yfir 100 félagar. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir og undirleikari er Ástríður Haraldsdóttir. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 610 orð

Góðir grannar, eða hvað? FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Laugarásbíó sýna pólitíska spennutryllinn Arlington Road með þeim Jeff Bridges, Tim Robbins og Joan Cusack í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um háskólaprófessor sem grunar að sakleysislegir nágrannar hans séu hryðjuverkamenn. Góðir grannar, eða hvað? FRUMSÝNING Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 416 orð

Íslensk stórsveitartónlist frumflutt í Salnum

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur í kvöld tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verða stórsveitarverk eftir Stefán S. Stefánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem haldnir eru tónleikar þar sem eingöngu er flutt íslensk stórsveitarverk og er um frumflutning að ræða á flestum verkanna. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Karlasöngur á Suðurnesjum

KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Grindavíkurkirkju á morgun, sunnudag, og í Ytri- Njarðvíkurkirkju 4. og 6. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson en hann hefur stjórnað honum undanfarin 6 ár með góðum árangri. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 74 orð

Kvennaraddir í Seljakirkju

KVENNAKÓRINN Seljur heldur tónleika í Seljakirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kórinn flytur innlend og erlend lög. Svana K. Ingólfsdóttir mezzosópran syngur nokkur einsöngslög auk þess sem hún syngur með kórnum. Hljóðfæraleikarar eru Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó, og Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir, flautu. Gígja mun einnig flytja tónverk fyrir flautu. Meira
30. apríl 1999 | Leiklist | 980 orð

"Margföld áhætta" sem borgar sig

eftir Einar Örn Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason. Leikarar: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Förðun: Kristín Thors. Lýsing og tæknivinna: Egill Ingibergsson. Meira
30. apríl 1999 | Myndlist | 443 orð

Minni listajöfra MYNDLIST

Opið á tímu skartgripaverslunarinnar. Til 12. maí. Aðgangurókeypis. GUNNAR S. Magnússon myndlistarmann þekkja margir af eldri kynslóð, en hann hefur á köflum verið meira og minna virkur í listinni frá því hann lauk námi við listakademíuna í Ósló 1952. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Námskeið hjá MHÍ

TORFI Jónsson myndlistarmaður kennir meðferð vatnslita og vatnslitappírs í MHÍ í Laugarnesi og hefst námskeiðið 25. maí. Einar Már Guðvarðarson myndhöggvari verður með sögulegt yfirlit og verklega þjálfun í steinhöggi í húsnæði MHÍ í Laugarnesi og hefst námskeiðið 25. maí. Hrafnhildur Sigurðardóttir kennir japanska pappírsgerð. Unnið verður með KOZO sem er trefjaefni úr japönskum runna. Meira
30. apríl 1999 | Myndlist | 883 orð

Nærsýni Birgis Andréssonar

Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14­17. Aðgangur ókeypis. Til 2. maí. LISTASAFN Árnesinga hefur staðið fyrir sýningum á verkum íslenskra listamanna sem eiga ættir að rekja til Árnessýslu. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Pottþétt rapp í toppsætinu

VINSÆLDIR Pottþétt-platnanna hafa verið miklar og nýjasta afurðin, Pottþétt rapp, kemur ný inn á listann þessa vikuna og fer beint í efsta sætið. Pottþétt 15, sem var í efsta sætinu á síðasta lista, færist niður í annað sætið og Era, Americana og Fanmail fylgja þar fast í kjölfarið en þær voru í sætum 2.­4. á síðasta lista. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 617 orð

Rámur sundurgerðarmaður

FÁIR ÞYKJA meiri sérvitringar í bandarískri rokk- og popptónlist en Tom Waits sem skapað hefur sér sérstakan stíl sem byggist á rámri, grófri rödd og sundurgerð í tónlist og textum. Waits hefur verið að vel á þriðja áratug og jafnan notið virðingar ekki síður en hylli fyrir sérkennilegan hljómagraut sinn, Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 242 orð

Rómantíkin blómstrar hjá Pam og Tommy á ný

ÞAÐ kæmi engum á óvart ef Pamela Anderson Lee myndi enn og aftur ganga inn kirkjugólfið með engan annan en fyrrverandi eiginmann sinn Tommy Lee sér við hlið á næstunni en hann afplánaði nýlega fangelsisdóm fyrir að leggja hendur á hana. Strandvarðastúlkan sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að hún væri að reyna að ná sáttum við rokkarann Tommy. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 148 orð

Samkór Suðurfjarða í söngferð

SAMKÓR Suðurfjarða heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á morgun, laugardag, heldur kórinn tónleika í Njarðvíkurkirkju með Kvennakór Suðurnesja. Á efnisskrá eru lög eftir Inga T. Lárusson og frumflytur kórinn tvö lög og ljóð eftir Guðjón Sveinsson rithöfund á Breiðdalsvík. Einnig verða sungin lög af geislaplötunni Söngur um frelsi sem kórinn gaf út á sl. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 546 orð

Stanslaus víma FRUMSÝNING

PERMANENT Midnight er gerð eftir sjálfsævisögu Jerrys Stahls sem var mikilsvirtur handritshöfundur í Hollywood, en hann skrifaði meðal annars fyrir sjónvarpsþættina Moonlighting, Alf, Thirtysomething og Twin Peaks. Á daginn vann hann af mikilli elju við skriftirnar en nóttinni eyddi hann í að svala eiturfíkn sinni sem sífellt ágerðist og kom honum á endanum í koll. Meira
30. apríl 1999 | Tónlist | 834 orð

Suðræn sæla og sýndarmartröð

Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 1. Chabrier: Espana. Rodrigo: Concierto de Aranjuez. Manuel Barrueco, gítar; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Bernharðs Wilkinsonar. Fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:30. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 23 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Gretars Reynissonar sem ber heitið 1998 lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14­18. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 139 orð

The Verve leggur upp laupana

SLITNAÐ hefur upp úr samstarfi meðlima bresku sveitarinnar The Verve eftir níu ára feril en hún hefur meðal annars gert lögin Bitter Sweet Symphony og The Drugs Don't Work" vinsæl. Getgátur hafa verið uppi um þessar málalyktir í nokkra mánuði og hefur sveitin nú staðfest að samstarfinu sé lokið. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 76 orð

Tónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur

TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í Íslensku óperunni. Fyrri tónleikarnir verða sunnudaginn 2. maí en hinir síðari laugardaginn 8. maí. Þar koma fram bæði yngri og eldri nemendur í einleik og samleik auk nokkurra kammermúsíkatriða. Um 460 nemendur hafa stundað nám í Tónmenntaskólanum í vetur og kennarar hafa verið um 48 talsins. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Tónleikar þriggja kóra úr Rangárvallasýslu

KARLAKÓR Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga halda sameiginlega tónleika á Laugalandi í Holtum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Kórarnir flytja tónlist af ýmsu tagi og lýkur þeim með samsöng allra kóranna. Stjórnandi Karlakórs og Samkórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson. Undirleikari er Hörður Bragason. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 531 orð

Tónlistarblað fyrir ungt fólk - unnið af ungu fólki

ÞRÍR framtakssamir ungir menn úr Breiðholtinu eru að gefa út nýtt íslenskt tónlistarblað sem heitir Sánd. Blaðið kemur út á morgun, föstudaginn 30. apríl, og verður dreift ókeypis í 2.500 eintökum í verslunum, félagsmiðstöðvum, söluturnum og víðar. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 157 orð

Tölvumyndir Kristjáns Kristjánssonar

KRISTJÁN Kristjánsson opnar sína tíundu einkasýningu í Galleríi Kambi í Rangárvallasýslu í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru fjörutíu myndir unnar í tölvu með myndvinnsluforritinu Photoshop. Þetta eru klippimyndir og tölvutæknin gefur listamanninum ótakmarkaða möguleika á útfærslu mynda úr sama grunnefninu til nýsköpunar. Meira
30. apríl 1999 | Menningarlíf | 1382 orð

Vettvangur tilrauna

TÍMARIT Máls og menningar varð til á umbrotatímum í pólitík. Mikill uppgangur var í vinstrihreyfingunni hér á landi sem átti, að sumra mati, upptök sín í Bréfi til Lárueftir Þórberg Þórðarson sem kom út 1924. Upp úr miðjum þriðja áratugnum fóru íslenskir róttæklingar að minnsta kosti að verða mjög áberandi í menningarlífinu. Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 482 orð

Vinningshafa leitað FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir írsku gamanmyndina Waking Ned Devine með Ian Bannen og David Kelly í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tvo gamla félaga sem reyna að hafa uppi á heppnum lottóspilara í heimabæ sínum. Vinningshafa leitað FRUMSÝNING Meira
30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 271 orð

Yrði indælis faðir

HUGH Grant getur vel hugsað sér að gefa hlutverk í kvikmyndum upp á bátinn fyrir föðurhlutverkið. Grant, sem er að nálgast fertugsaldurinn og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu sína í Fjórum brúðkaupum og jarðarför og óheppilegt atvik með vændiskonu, finnst kominn tími fyrir barneignir og hefur áhyggjur af því að unnusta hans til margra ára, Meira

Umræðan

30. apríl 1999 | Aðsent efni | 583 orð

Að kaupa sig frá eigin verkum

Auglýsingar sem eru gerðar til þess eins að kasta ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar, segja Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson, eru ekki lýðræðinu til framdráttar. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 739 orð

Að loknu Menntaþingi

Það er ljóst, segir Helgi Grímsson, að ábyrgð þeirra sem starfa með börnum í tómstundastarfi er mikil. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 430 orð

Fjölskyldan í öndvegi

Það eru kjör þessa margsvikna hóps sem Samfylkingin vill bæta, segir Sigríður Jóhannesdóttir. Við viljum góðærið til allra. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 307 orð

Hagræðing sannleikans

Lénsherrarnir hafa lokað að sér, segir Sverrir Hermannsson, og þegja þunnu hljóði við öllum röksemdum. Meira
30. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 615 orð

Helsið eða frelsið fyrir þjóðina

NÚ VERÐUR tekist á um þessa tvo kosti við næstu kosningar. Helsi lénsveldisins eða frelsi lýðræðisins sem byggist á framtaki einstaklingsins, þar sem vaxtarbroddur til handa hverjum og einum er frjáls. Þannig komast mannlegir hæfileikar til skila þjóðinni allri til gagns. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 397 orð

Hvað er til ráða?

Við megum ekki við því, segir Eggert Haukdal, að enn myrkvist í kvótamálum byggðarinnar. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 820 orð

Hver segir satt?

Þegar breytingar eru gerðar á skattkerfinu verða stjórnvöld að hækka bætur almannatrygginga töluvert umfram laun, segir Edda Rós Karlsdóttir, ef kaupmáttur lífeyrisþega á ekki að dragast aftur úr. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 107 orð

Kvótaskattur og vinstriblinda KvótinnHöfuðmeinsemdin í gjafakvótanum, segir Markús Möller, er ekki hvað kvótaseljendur fá mikið

Höfuðmeinsemdin í gjafakvótanum, segir Markús Möller, er ekki hvað kvótaseljendur fá mikið heldur hvað almenningur fær lítið. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 894 orð

Landssamband íslenskra rafverktaka 50 ára

Innflutningshöft og skortur á efni til raflagna, segir Ásbjörn R. Jóhannesson, var einn helsti hvatinn að stofnun sambandsins. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 440 orð

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

Með markvissri uppbyggingu vísindaaðstöðu við Mývatn, segir Árni Einarsson, má auðveldlega gera Mývatnssveit ennþá eftirsóknarverðari og styrkja þar með byggðina þar. Meira
30. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 105 orð

Opið bréf til Stefáns Kjærnested

Í MORGUNBLAÐINU 28. apríl 1999 er kosningaáróður Stefáns Kjærnested. Þar talar hann um að það sé 40%­67% ódýrara að flytja með Atlantsskipum en samkeppnisaðilum. Í framhaldi af því óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1.Hvernig stendur á því að Atlantsskip getur boðið svona lágt? 2. Meira
30. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 685 orð

Réttlæti er krafan - burt með loddara

KJÓSENDUR í Reykjavík og á landinu öllu! Nú er tími til að gera kröfur á stjórnmálamenn og leiðrétta það misrétti og óréttlæti sem þeir stjórna. Í Reykjavík eru 2.000 - tvö þúsund - heimili með ca. 6.000. - sex þúsund - íbúum látnir lifa í hávaða og loftmengun sem er langt yfir leyfilegum mörkum og er viðurkennt að sé heilsuspillandi ástand. Fjölskyldulíf á þessum heimilum er eyðilagt. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 596 orð

Samfylkingin og Evrópusambandið

Allir þeir, sem ekki vilja sjá Ísland verða hluta af væntanlegu stórríki, segir Hjörleifur Guttormsson, verða að halda vöku sinni. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 709 orð

Sjúklingar og ríkisstjórnin ­ verkin tala

Það er ekkert réttlæti í því hvernig verk ríkisstjórnarinnar og álögur hafa bitnað á sjúklingum, segir Ásta R. Jóhannesdóttir. Hjá stjórninni eru aðrir í fyrirrúmi. Meira
30. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Sparidagar á Hótel Örk

HÓTEL Örk í Hveragerði hefur yfir vetrarmánuðina mörg undanfarin ár boðið eldri borgurum upp á svonefnda sparidaga frá sunnudegi til föstudags. Verðinu hefur verið mjög í hóf stillt, sem hefur orðið til þess að margir sjá sér fært að taka þátt í þessum dögum. Við eldri borgarar á Akranesi og nágrenni höfum sannarlega nýtt okkur þetta boð og fjölmennt á Örkina. Meira
30. apríl 1999 | Aðsent efni | 668 orð

Þjóðin og þjóðarauðlindir

Bann við framsali aflaheimilda, segir Árni Ragnar Árnason, mun því orsaka óhagkvæmni í útgerðarháttum. Meira

Minningargreinar

30. apríl 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Ágúst Gissurarson

Í dag kveð ég tengdaföður minn og góðan vin, Ágúst Gissurarson. Er mér efst í huga þakklæti fyrir þá góðu vináttu er við áttum og styrktist hún með árunum. Ágúst lifði svo sannarlega tímana tvenna. Þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað frá því hann var að alast upp rétt eftir aldamótin eru slíkar að það var oft erfitt fyrir hann að skilja allar þær kröfur og væntingar sem menn gera nú til Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 371 orð

Ágúst Gissurarson

Aðfaranótt sunnudagsins 26. apríl lést Ágúst afi minn og nafni, 93 ára að aldri. Hann var eini afinn sem ég hef átt og var hann mikið í uppáhaldi hjá mér og ég hjá honum. Því þótti okkur afskaplega vænt um hvorn annan. Ekki síst þótti honum vænt um mig þar sem ég er skírður í höfuðið á syni hans, Guðmundi Ragnari, sem lést árið 1946 aðeins 10 ára gamall. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 297 orð

ÁGÚST GISSURARSON

ÁGÚST GISSURARSON Ágúst Gissurarson fæddist í Byggðarhorni í Flóa í Árnessýslu 22. ágúst 1905. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gunnarsson, f. 6. nóvember 1872 í Byggðarhorni, d. 11. apríl 1941, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 30. maí 1876 í Langholti í Hraungerðishreppi, d. 10. ágúst 1959. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 356 orð

ÁRNI SIGURÐSSON

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs afa míns, Árna Sigurðssonar, sem fæddur var 30. apríl 1899 og hefði því orðið 100 ára í dag. Afi var fæddur í Brúnavík við Borgarfjörð eystra. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Steinsson frá Borg í Njarðvík eystra og Guðríður Jónsdóttir, fædd í Breiðuvík við Borgarfjörð eystra. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 478 orð

Bragi Eiríksson

Kær vinur, mér tengdur nánum fjölskylduböndum, hefur verið skyndilega brott kallaður. Bragi Eiríksson sleit barnsskónum á stóru myndarheimili á Ísafirði. Hann fór til náms við Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi á árinu 1934. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Bragi Eiríksson

Bragi minn, nú hefur þú kvatt þennan heim og þér opnast nýir heimar ljóss og kærleika. Það var gæfa að fá að þekkja þig og þykja vænt um þig. Alltaf varstu svo ljúfur og góður og lést falla hlýleg orð til okkar systranna og fjölskyldna okkar. Vaktu minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Bragi Eiríksson

Bragi Eiríksson fæddist á Ísafirði 29. júní 1915. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Brynjólfur Finnsson verkstjóri þar og kona hans, Kristín Sigurlína Einarsdóttir. Systkini Braga eru: Ingibjörg Bryndís (f. 1908), Jóhann (f. 1912, d. 1991), Baldur Trausti (f. 1913, d. 1988), Arnfríður (f. 1919), Iðunn (f. 1921, d. 1974), og Einar Haukur (f. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 628 orð

Bragi Eiríksson

Hann Bragi okkar er dáinn. Á þessari stundu koma margar myndir liðinna ára fram í hugann. Frá því að við systurnar munum eftir okkur hafa Heiða, móðursystir okkar, og Bragi, maður hennar, verið hluti af lífi okkar. Á uppvaxtarárum okkar á Akureyri bjuggu þau í Austurbyggðinni með Böðvari og Sigtryggi. Amma Jóhanna og Ragnheiður bjuggu í Brekkugötu 7 og vorum við öll ein heild í tilverunni. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Bragi Eiríksson

Traustur maður er fallinn frá, frumkvöðull í útflutningi sjávarafurða, sem á sínum tíma var mikilvægur þáttur í útflutningi landsmanna en er nú til dags úr sögunni að miklu leyti. Það sem hér um ræðir er skreiðarútflutningur til markaðslandanna Nígeríu og Ítalíu. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 669 orð

Ívar Níelsson

Nú er komið að kveðjustund, Ívar frændi er dáinn 86 ára að aldri. Ívar var mjög hress og kátur þrátt fyrir veikindi sín seinni ár. En hann lét ekkert aftra sér í að ferðast um og vera með fjölskyldu sinni á góðum stundum og alltaf skein stríðnisglampinn og hláturinn úr augunum á honum enda stutt í bæði stríðnina og hláturinn hjá þessum sterka manni sem þurfti sjálfur að bera ábyrgð svo ungur Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Ívar Níelsson

Hjartans faðir minn. Nú förum við víst ekki fleiri ferðir upp á heiði til að vitja um fisk eða fanga fugl. Nú á ég þess ekki lengur kost að fræðast af þér um tíðaranda horfins tíma þegar sveitir landsins stóðu í blómlegri byggð, margt var í heimili og búskapur féll og stóð með fólkinu á bænum en ekki endilega tækninni. Nú rökræðum við ekki oftar kosti og galla nýjustu tækni og vísinda. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 935 orð

Ívar Níelsson

Ferðalangur sem sveigir til suðurs við Sveinsstaði í Þingi og stefnir fram veg, hann á ekki afturkvæmt úr þeim draumi sem þá tekur við. Hann leggur leið sína um rauðlita hóla sem speglast í vatninu og kátur silungur myndar gárur á yfirborðinu. Álftahópar líða um og hvíla sig eftir flug til landsins. Það er dagrenning. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 422 orð

ÍVAR NÍELSSON

ÍVAR NÍELSSON Sveinn Ívar Níelsson fæddist í Þingeyraseli 29. desember 1912. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Níels Hafstein Sveinsson, f. 18. október 1876 á Læk á Skagaströnd, d. 22. október 1930, og Halldóra Ívarsdóttir, f. 12. marz 1887 á Skeggstöðum í Vindhælishreppi, d. 19. október 1967. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 656 orð

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir

Við andlát Sigríðar Helgadóttur frá Laugarbökkum í Skagafirði viljum við bræður minnast hennar nokkrum orðum, en hún var föðursystir okkar. Sigríður var næstyngst barna afa okkar og ömmu, þeirra Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur, sem ættuð var frá Ásmúla í Holtum. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir

Elsku amma. Langri ferð þinni sem þú hófst fyrir rúmum níutíu árum er lokið. Nú ferðast þú á nýrri grund, nýtt ævintýri er hafið. Þegar komið er kveðjustund lít ég um öxl og fram streyma minningar allt frá barnæsku og þar til nú fyrir örfáum dögum. Minningarnar eru margar bæði góðar og ánægjulegar, þú varst sannkölluð amma og þú varðveittir barnið í sjálfri þér ótrúlega lengi og vel. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 646 orð

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir

Föðursystir mín, hún Sigríður Helgadóttir frá Laugarbökkum, er látin. Hún lést aðfaranótt mánudagsins 19. apríl, á nítugasta og þriðja aldursári. Eftir fráfall Sigríðar eru eftir á lífi aðeins tvö af Ánastaðasystkinunum, þau Hjálmar Sigurður og Hólmfríður. Foreldrar Sigríðar, Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir, áttu alls níu börn, fjóra drengi og fimm stúlkur. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir

Snert hörpu mína, himinborna dís svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, þáog festi hann á streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég úti við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 356 orð

JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNÍNA HELGADÓTTIR

JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNÍNA HELGADÓTTIR Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal í Skagafirði 19. júlí 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi við Akureyri 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson, f. 2. október 1854, d. 16. maí 1947, og Margrét Sigurðardóttir, f. 23. júlí 1867, d. 11. maí 1960. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Kristján Rögnvaldsson

Fallinn er frá langt um aldur fram Kristján Rögnvaldsson, skipstjóri með stóru S-i. Ég átti þess kost að vera honum samskipa um tveggja ára skeið um borð í Dagnýju SI 70. En löngu áður en það varð vissi ég að Kristján var pabbi þeirra Matta, Palla og Jóa sem bjuggu á Hverfisgötunni. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 925 orð

Kristján Rögnvaldsson

Kristján Rögnvaldsson, hafnarstjóri á Siglufirði, er fallinn frá, aðeins 67 ára að aldri. Nú á dögum, á öld vísinda og tækni, telst það ekki hár aldur. Manni bregður við þegar góðvinur og skipstjóri til margra ára hverfur burtu svo óvænt. Um morguninn 19. apríl sagði kona hans Lilja, mér frá þessu símleiðis. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Kristján Rögnvaldsson

Mig langar til að minnast Kristjáns Rögnvaldssonar nokkrum orðum. Hann var maður sem oft kemur upp í huga minn, sem einn af örlagavöldum í lífi mínu. Kristjáni kynntist ég sumarið 1980, er ég réðst sem háseti á Sigurey SI 71. Ég vissi auðvitað eins og allir Siglfirðingar hver maðurinn var, en þekkti hann ekkert. Mér var strax ljóst að þar fór enginn meðalmaður. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Kristján Rögnvaldsson

Enn lifir minningin um þá örlagaríku atburði þegar Elliði sökk. Þá varð mér ljóst að ég ætti frænda sem héti Kristján Rögnvaldsson. Lítill gutti á níunda ári gerði sér engan veginn grein fyrir hver alvara var á ferðum, en tók óhjákvæmilega eftir því að fullorðna fólkinu var brugðið. Ótti og spenna lá í loftinu og síðan léttir þegar fréttist að mönnunum hafði verið bjargað. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 398 orð

KRISTJÁN RÖGNVALDSSON

KRISTJÁN RÖGNVALDSSON Kristján Rögnvaldsson fæddist á Litlu Brekku á Höfðaströnd hinn 12. ágúst 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Guðnadóttir húsmóðir og Rögnvaldur Sigurðsson, bóndi í Litlu Brekku. Þau eru bæði látin. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 87 orð

Oddur J. Oddsson

Nú er hann afi minn dáinn. Hann sem stóð sig svo vel í afahlutverkinu. Ég minnist þess nú hversu góður þú varst við mig, og oft spiluðum við Olsen Olsen saman svo þegar ég vann sagðir þú alltaf "skrambinn" og hlóst síðan manna hæst. Nú þegar ég kveð þig hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum saman, elsku afi minn. Ég veit að Guð mun taka vel á móti þér og hugsa vel um þig. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 111 orð

Oddur J. Oddsson

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 276 orð

ODDUR JÓHANNSSON ODDSSON

ODDUR JÓHANNSSON ODDSSON Oddur Jóhannsson Oddsson fæddist á Siglunesi við Siglufjörð hinn 24. maí 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddur Oddsson frá Siglunesi, f. 22. júlí 1894, d. 3. mars 1981, og Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 18. febrúar 1898, d. 21. ágúst 1995. Systur Odds eru Guðrún Ingibjörg, f. 8. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Oddur Oddsson

Oddur, mágur minn, er látinn eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Leiðir okkar Odds lágu fyrst saman sumarið 1955 í sögulegri ferð norður á Siglufjörð til tilvonandi tengdaforeldra minna. Fararskjótinn var Packard sem hann hafði nýlega fest kaup á. Auk mín og systur hans sem auðvitað sátum í framsætinu voru í aftursætinu þrír ungir menn. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Oddur Oddsson

Nú er hann Oddur frændi búinn að fá hvíldina eftir langvarandi veikindi. Við vorum búin að gera okkur grein fyrir að hverju stefndi en alltaf er jafn erfitt að kveðja góðan vin. Tengsl fjölskyldna okkar eru mikil og góð, þó sérstaklega þegar við vorum að alast upp í foreldrahúsum þar sem við vorum öll á líkum aldri og börnin hans, Stebbi, Rikki og Maja. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Oddur Oddsson

Rödd hans var há og tær þegar hann söng. Fjölskyldurnar sem tengdust Siglufirði komu iðulega saman og gerðu sér dagamun. Þá var slegið á létta strengi og lagið tekið. Þótt erfiður vinnudagur væri að baki voru lítil þreytumerki sjáanleg. Hvert lagið eftir annað hljómaði langt fram á kvöld. Þó er það ekki aðeins söngurinn sem mér er nú efst í huga. Minningarnar hlaðast upp. Allt líf Odds J. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Ólafur Kristbjörnsson

Fyrst og síðast minnist ég Ólafs sem trausts manns þótt ávallt hafi verið stutt í glettnina. Hann var einn fárra sem kunni að hlusta á fólk og einhvern veginn var það svo með mig og ég hygg fleiri, að maður gat talað tæpitungulaust um mál sem ekki var ætlast til að færu lengra. Ég er þess fullviss að aldrei hvarflaði að honum að rjúfa trúnað. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Ólafur Kristbjörnsson

Það var bjartur og fagur dagur þegar afi kvaddi okkur á sumardaginn fyrsta og öðlaðist hvíld frá veikindum sínum. Afi var búinn að vera veikur í vetur og við systkinin vissum að það styttist í kveðjustundina. Það er erfitt að hugsa framtíðina án þess að geta heimsótt afa eða hitt hann á einni af sínum gönguferðum um bæinn. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 178 orð

ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON

ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON Ólafur Kristbjörnsson fæddist á Birnustöðum, Skeiðum, 14. ágúst 1918. Hann andaðist á heimili sínu á Selfossi 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristbjörn Hafliðason og Valgerður Jónsdóttir. Ólafur var fimmti af fimmtán systkinum. Hinn 17. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 471 orð

Richard Björgvins

Richard Björgvinsson er látinn eftir langvarandi veikindi. Hann var eina barn Björgvins bróður míns en móðir hans var Elín Samúelsdóttir. Hún var áður gift og átti með fyrri manni sínum fjögur börn, þrjá syni, sem allir eru látnir og eina dóttur, Þuríði, sem býr í Kópavogi, háöldruð. Þuríður var alltaf á heimili móður sinnar eftir að þær mæðgur fluttust til Ísafjarðar og síðar í Reykjavík. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Richard Björgvinsson

Það var fyrir um 34 árum að ég kynntist Richard sem nú er kvaddur. Var það er ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra Jónínu. Þar var ég þeirra erinda að reyna að vinna hylli elstu dóttur þeirra. Strax og ég kom inn á heimilið skynjaði ég að þar var gott að koma. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Richard Björgvinsson

Richard Björgvinsson hefur kvatt þessa jarðvist og haldið á vit nýrra heima. Honum mun ekki koma á óvart þótt þar kenni margra grasa. Hann var sannfærður um líf að loknu þessu og hefur ábyggilega strax tekið til starfa á nýjum vettvangi þegar vistaskiptin urðu. Leiðir okkar Richards lágu saman á vordögum 1974, þegar kosið var til sveitarstjórna. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 373 orð

Richard Björgvinsson

Við fráfall Richards Björgvinssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi, fellur í valinn enn einn forystumaður sjálfstæðismanna í Kópavogi, þeirra er lögðu grundvöllinn að núverandi fylgi og viðgangi Sjálfstæðisflokksins í bænum. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Richard Björgvinsson

Árið 1992 var Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins lögð niður. Við það urðu hin gömlu rit Þjóðvinafélagsins, Andvari og Almanakið, munaðarlaus. Með tilstyrk góðra manna varð úr, að Sögufélag tæki við þessum ritum og héldi áfram útgáfu þeirra með stuðningi frá skrifstofu Alþingis, en Þjóðvinafélagið hefur ávallt verið nátengt þeirri stofnun. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 1008 orð

Richard Björgvinsson

Ég kynntist Richard Björgvinssyni vorið 1973 þegar ég fluttist með fjölskyldu minni í Kópavoginn, að Nýbýlavegi 49, í íbúð sem foreldrar mínir höfðu þá nýlega fest kaup á. Richard bjó í næsta húsi, á númer 47. Þangað hafði hann flust 20 árum áður, árið 1953. Húsið var upphaflega einlyft timburhús en þau hjónin byggðu hæð ofan á það þegar fjölskyldan stækkaði. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Richard Björgvinsson

Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Richard Björgvinsson. Síðustu mánuðir voru honum og fjölskyldunni erfiðir. Tengdamóðir mín, Nína, hefur staðið eins og klettur við hlið manns síns í erfiðum veikindum hans síðustu 8 mánuði. Núna þegar við vonuðum að bjartara yrði framundan eftir áhættusama en vel heppnaða aðgerð kom kallið skyndilega. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 944 orð

Richard Björgvinsson

Richard Björgvinsson er fallinn frá. Það er með sorg og trega að við vinir hans og vandamenn kveðjum hann í dag og biðjum honum blessunar. Kynni mín af Richard og Nínu konu hans hófust fyrir tíu árum. Á þeim tíma stóð hann á krossgötum í lífi sínu og var í þeim sporum að þurfa að finna kröftum sínum og hugmyndum útrás á nýjum vettvangi. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 477 orð

Richard Björgvinsson

Látinn er góður kunningi minn um langt árabil, Richard Björgvinsson, viðskiptafræðingur, bæjarfulltrúi í Kópavogi 1974­1990 og síðast starfsmaður Alþingis. Hann var í MA á Akureyri á svipuðum tíma og ég. Þar kynntumst við ekki, en vissum þó hvor af öðrum, enda báðir Vestfirðingar. Þar vakti hann athygli fyrir sérstaklega prúðmannlega framgöngu og hann var alltaf mjög vel klæddur. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 395 orð

RICHARD BJÖRGVINSSON

RICHARD BJÖRGVINSSON Richard Björgvinsson fæddist á Ísafirði 1. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Samúelsdóttir húsmóðir, f. 1884, d. 1971, og Björgvin Bjarnason útgerðarmaður, f. 1903, d. 1983. Hálfsystkini Richards sammæðra voru: Alfreð Halldórsson, f. 22. maí 1902, d. 15. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 639 orð

Sigríður Helgadóttir

Vorið er komið og hún Sigga mín hefur lagt af stað í þá ferð sem við mennirnir getum verið vissir um að fara. Ég varð þess aðnjótandi að eignast tvær móðurættir í lífinu og Sigga tilheyrði fjölmennum barnahópi fósturforeldra móður minnar. Er ég lít nú yfir farinn veg var hún alltaf til staðar með gjafir sínar, bæði andlegar og veraldlegar. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 47 orð

Sigríður Lovísa Pétursdóttir

Sigríður Lovísa Pétursdóttir Kveðja til langömmu Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Gréta Rut og Heimir. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 36 orð

SIGRÍÐUR L. PÉTURSDÓTTIR

SIGRÍÐUR L. PÉTURSDÓTTIR Sigríður L. Pétursdóttir frá Merkisteini í Höfnum fæddist í Stakkholti í Vestmannaeyjum 9. mars 1917. Hún lést 22. apríl síðastliðinn á heimili sínu í Reykjavík. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 29. apríl. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 311 orð

Sigríður Pétursdóttir

Fyrst þegar ég sá Sigríði var það hjá sonardóttur minni, sem bjó í Marklandi 6. Hún hjálpaði henni við húsverkin og fannst mér alveg einstakt að sjá hvað henni fórst það vel. Hún var velvirk og enginn hávaði og gauragangur, en allt glansandi hreint þegar hún fór. Ég spurði hana hvort hún væri til í að hjálpa mér hálfsmánaðarlega og var það sjálfsagt. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Sturla Pétursson

Oft varst þú búinn að tala um það að þú yrðir sá eini af þínum systkinum sem næðir því að verða áttræður, einnig ætlaðir þú að fara síðastur, og viti menn, þetta stóðst þú við eins og þín var von og vísa, og nú við andlát þitt lokast systkinahringurinn ykkar. Meira
30. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

STURLA PÉTURSSON

STURLA PÉTURSSON Sturla Pétursson fæddist í Reykjavík 6. september 1915. Hann lést á Landspítalanum 14. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. apríl. Meira

Viðskipti

30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 212 orð

25 fyrirtæki hafa tilkynnt þátttöku

25 FÆREYSK fyrirtæki munu taka þátt í færeyskri kaupstefnu sem haldin verður í Perlunni í Reykjavík 6.-8. maí. Kaupstefnan er jafnt ætluð fulltrúum fyrirtækja sem almenningi en markmið hennar er að efla viðskiptatengsl landanna. Tækifærið verður einnig notað til að kynna færeyska menningu því færeysk popphljómsveit verður með í för. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 427 orð

86 milljóna króna tap á fyrri hluta rekstrarársins

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri var rekinn með 86 milljóna króna tapi á fyrri hluta yfirstandandi rekstrarárs, sem hófst 1. september sl. og stendur til 31. ágúst næstkomandi. Niðurstaðan er að sögn Bjarna Jónassonar, framkvæmdastjóra Skinnaiðnaðar, Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Bjartar horfur í Bandaríkjunum

VERÐ hlutabréfa á mörkuðum í Evrópu lækkaði nokkuð í gær þrátt fyrir hækkandi verð bréfa á Wall Street í kjölfar nýrra talna um hagstæða þróun launakostnaðar í Bandaríkjunum. Tölurnar gefa til kynna að laun hafi lítið hækkað í Bandaríkjunum það sem af er árinu og kemur það nokkuð á óvart þar sem allt eins hafði verið búist við talverðu launaskriði. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 608 orð

Blikur á lofti vegna verðhruns á mörkuðum

AÐALFUNDUR SR-mjöls var haldinn í gær. Benedikt Sveinsson stjórnarformaður félagsins sagði í ræðu sinni á fundinum að þótt rekstur félagsins hefði gengið mjög vel á síðasta ári væru ýmsir erfiðleikar sem steðjuðu að rekstrinum um þessar mundir vegna verðhruns á mörkuðum fyrir mjöl og lýsi. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Eiríkur Sigurðsson á nú 70% hlut

EINS og greint var frá í blaðinu í gær seldi Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn 35% eignarhlut sinn í verslanakeðjunni 10-11 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka eru kaupendur hlutarins þrír; Íslandsbanki hf., Kaupþing hf. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 525 orð

"Netið gerir viðskiptin ódýrari"

"VIÐ teljum okkur vera að bjóða minnsta mun á kaup- og sölugengi í framvirkum samningum um erlendan gjaldeyri. Ástæðan er sú að þegar boðið er upp á framvirk gjaldeyrisviðskipti beint gegnum Netið þurfum við ekki að hafa marga í vinnu við að svara í símann og þjónusta viðskiptavininn. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 423 orð

Skapaði 4.000 störf

UPPLÝSINGATÆKNIIÐNAÐURINN skapaði rúmlega 4 af hverjum 100 störfum í einkageiranum á síðasta ári, alls um 4.000 störf. Greinin aflar þjóðinni fjögurra króna af hverjum hundrað sem hún hefur í tekjur, eða 4% af alls 457 milljarða króna árstekjum þjóðarinnar. Til marks um öran vöxt greinarinnar nam vægi hennar í þjóðartekjum 3,1% fyrir þremur árum og hefur því vaxið um 0,9% á tímabilinu. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 420 orð

Sóknarfæri í sölu ríkisbanka og ríkissíma

FRAM til ársins 2004 verða grundvallaratriðin í hagstjórn sem fyrr þau að halda efnahagslegum skilyrðum stöðugum og athafnalífinu fjörlegu. "Það verður í fyrsta lagi gert með aukinni og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 529 orð

Viðskiptafræðingar sjaldan frumkvöðlar

Á AÐALFUNDI Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem haldinn var á miðvikudag flutti Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðiskor Háskóla Íslands, erindi um viðskiptafræðinám og nýsköpun í atvinnulífinu. Í erindi sínu beindi Gylfi m.a. Meira
30. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Þjónusta í Marokkó og Hollandi

FRÁ og með deginum í dag geta GSM-áskrifendur Landssímans nýtt sér þjónustu farsímafélagsins Itissalat Al Maghrib S.A. (IAM) í Marokkó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningurinn við marokkóska símafélagið er hundraðasti reikisamningur Símans GSM við erlent símafélag sem verður virkur og er Marokkó jafnframt fimmtugasta og fyrsta landið sem bætist í hóp þeirra ríkja þar sem Íslendingar Meira

Fastir þættir

30. apríl 1999 | Í dag | 35 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 30. apríl, verður áttræður Guðjón Matthíasson, harmonikkuleikari, Öldugötu 54, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á morgun, laugardaginn 1. maí, í Sölvasal á Sóloni Íslandusi, milli kl. 17 og 20. Meira
30. apríl 1999 | Í dag | 716 orð

Athugasemd

Í DAGBÓK sinni frá Damaskus, 25. apríl, kemst Jóhanna Kristjónsdóttir svo að orði: "Á næstunni er von á 20 manna hópi Íslendinga hingað, sem ætla að flandra um Sýrland, Líbanon og Jórdaníu og ég hygg að þetta sé fyrsta ferðin - ef ekki fyrsta hópferðin þá hin fjölmennasta - sem kemur á þessar slóðir." J.K. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 191 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Föstudaginn 16. apríl sl. spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason376Fróði Pálsson - Magnús Jósefsson 355Björn Hermannss. - Sigurður Friðþjófss.352Magnús Oddsson - Magnús Halldórss.232Lokastaða efstu para í A/V: Þórður Jörundsson - Þorsteinn Erlingss. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Mánudaginn 26. apríl var spilaður eins kvölds tvímenningur. 22 pör spiluðu. Meðalskor 216. Röð efstu para: N/S Inga Guðmundsd. ­ Vilhjálmur Sigurðss.262 Guðm. Guðmundss. ­ Gísli Sveinss.237 Jens Jensson ­ Jón St. Ingólfss.232 A/V Soffía Aníelsd. ­ Stefán Garðarss.255 Sigurður Ámundas. ­ Jón Þ. Karlss. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

SKAFTI Björnsson er langefstur í einmenningnum sem nú stendur yfir en hann spilar fyrir Ofnasmiðjuna. Skafti er með 77 stig yfir meðalskor. Flosi Ólafsson er annar með 42 en hann spilar fyrir Ísól, Björn Stefánsson þriðji með 32. Björn spilar fyrir Landvélar og Guðlaugur Nielsen er fjórði með 30 en hann spilar fyrir Seglagerðina Ægi. Með sömu skor er Árni Kristjánsson sem spilar fyrir Visa. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 90 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnes

Lokaumferð aðaltvímenningsins fór fram á mánudag. Þríeykið Randver Ragnarsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson leiddu keppnina frá upphafi til enda. Úrslit sem hér segir: Randver ­ Karl ­ Gunnlaugur82 Kjartan Ólas. ­ Óli Kjartans78 Garðar Garðarss. ­ Bjarni Kristj.54 Arnór Ragnarss. ­ Karl Herm.29 Svavar Jenssen ­ Svala Páls. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 166 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kristján Már og Hel

Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason, Bridsfélagi Selfoss og nágrennis, sigruðu í Suðurlandsmótinu í tvímenningi, sem fram fór fram á Flúðum 24. apríl sl. Þátttaka var mjög léleg, aðeins 10 pör, en mótið tókst að öðru leyti vel og var keppnin allan tímann mjög spennandi. Úrslit urðu þessi: Meira
30. apríl 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí sl. í Akureyrarkirkju af sr. birgi Snæbjörnssyni Sigríður Rósa Sigurðardóttir og Magnús Jón Magnússon. Heimili þeirra er að Grenivöllum 28, Akureyri. Meira
30. apríl 1999 | Í dag | 211 orð

Bænastund vegna stríðsátakanna í Kosovo

SAFNAST verður saman til stuttrar bænastundar í Háteigskirkju (ath. breytta staðsetningu) föstudaginn 30. apríl, kl. 18.00. Tilefnið er bæn vegna átakanna í Kosovo. Beðið verður fyrir þeim sem líða vegna átakanna, öryggi þeirra og friði. Leggjum þeim lið sem búa við stríð og óöryggi með bænum okkar. Meira
30. apríl 1999 | Í dag | 405 orð

GREINILEGT er að mikið lífsmark er með gamla stórveldinu KR í Vesturb

GREINILEGT er að mikið lífsmark er með gamla stórveldinu KR í Vesturbænum. Á 100 ára afmælisári félagsins hefur afsprengi þess, KR-Sport, fjárfest í þremur veitingastöðum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Markmið hlutafélagsins KR-Sport er að sjá um rekstur knattspyrnudeildar félagsins en samkvæmt samþykktum þess getur hlutafélagið einnig fjárfest á sviði lista, menningar og afþreyingariðnaðar. Meira
30. apríl 1999 | Í dag | 90 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 30. apríl, eiga gullbrúðkaup hjónin Anna Snorradóttir og Birgir Þórhallsson, Hofteigi 21, Reykjavík. Þau voru gefin saman í hjónaband í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 30. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 722 orð

Gunnar Finnlaugsson sigrar á meistaramóti Lundar

9. feb.­27. apríl GUNNAR Finnlaugsson sigraði á meistaramóti Lundar í skák sem lauk á þriðjudaginn. Sigur Gunnars var mjög öruggur. Hann hafði tryggt sér efsta sætið fyrir síðustu umferð og varð 1 vinningi fyrir ofan næsta mann. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Gunnar Finnlaugsson 2225 7 v. 2. Nejib Bouaziz 2179 6 v. 3.­6. Meira
30. apríl 1999 | Dagbók | 710 orð

Í dag er föstudagur 30. apríl, 119. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Dav

Í dag er föstudagur 30. apríl, 119. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Davíð mælti: "Drottinn, Guð Ísraels, hefir veitt lýð sínum hvíld, og býr nú að eilífu í Jerúsalem. (Fyrri Krónikubók 23, 25. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 134 orð

Ormur með 9,19

Ormur frá Dallandi er með 9,19 fyrir hæfileika eftir kynbótadóma í Gunnarsholt en ekki 9,17 eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ormur er ekki stóðhestur og er því dæmdur sem afkvæmi. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 839 orð

"Óbundnir til kosninga"

"UM hvað verður að þínu mati kosið 8. maí?" Þessa spurningu hafa fréttamenn borið upp í ótal kosningaþáttum á undanförnum vikum. Um spurninguna gildir að hún er að öllu leyti meira upplýsandi um íslenska stjórnmálahefð en svörin, sem veitt hafa verið. Meira
30. apríl 1999 | Fastir þættir | 1813 orð

Þjálfa fatlaða og lækka blóðþrýsting

Það var sérstök upplifun að koma til þeirra Barb og Dans, fólks sem ég hafði aldrei áður talað við hvað þá hitt. Barb tók á móti mér á flugvellinum í Milwaukee og þegar við ókum út úr borginni blasti við fallegt landslag með mörgum býlum sem ekki þættu stór á íslenskan mælikvarða. Meira
30. apríl 1999 | Dagbók | 3656 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

30. apríl 1999 | Íþróttir | 102 orð

Alfreð sagt upp í sturtu

HANDBALL Woche, hið virta þýska handknattleiksrit, segir frá því í vikunni að Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, hafi nánast verið rekinn frá félaginu í sturtu eftir leik liðsins gegn Willstadt. Frétt blaðsins hefur vakið mikla athygli og ljóst er að forráðamenn liðsins voru með uppsögnina tilbúna ef Hameln myndi tapa leiknum og voru því ekkert að hika við hlutina. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 251 orð

Bergsveinn aftur í hópinn

MAGNÚS Már Þórðarson, línumaður Aftureldingar, er eini nýliðinn í landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar sem hann tilkynnti á blaðamannafundi hjá HSÍ í gær. Markvörðurinn Bergsveinn Bergsveinsson úr Aftureldingu kemur aftur inn í landsliðshópinn eftir tveggja ára fjarveru. Íslenska landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í Noregi um aðra helgi. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 288 orð

Bjarki leikmaður ársins

BJARKI Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Aftureldingar, var í gær valinn leikmaður Íslandsmótsins í handknattleik af íþróttafréttamönnum Morgunblaðsins. Þetta er í annað sinn sem Bjarki verður fyrir valinu, en hann hreppti hnossið einnig fyrir tveimur árum. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 265 orð

Engquist berst við krabbamein

HEIMS- og ólympíumeistarinn í 100 metra grindahlaupi kvenna, Ludmila Engquist, sagði í vikunni að hún væri með krabbamein og hefði af þeim sökum gengist undir skurðaðgerð á dögunum þar sem annað brjóst hennar var fjarlægt. Hún sagðist jafnframt vera bjartsýn og ætlaði sér að verja ólympíumeistaratitil sinn í Sydney á næsta ári. "Ég vil ekki hætta með þessum hætti. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 253 orð

ESB hvetur til íþróttabanns á Júgóslavíu

STJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hvetur til þess að öll íþróttalandslið og alþjóðleg íþróttasérsambönd aflýsi öllum samskiptum við Júgóslavíu. Áskorunin er þó ekki bindandi fyrir aðildarríki ESB og eru pólitísk markmið sambandsríkjanna þess valdandi. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 133 orð

Guðni Bergsson ekki á heimleið

Á spjallsíðu enska knattspyrnuliðsins Bolton Wanderers er greint frá orðrómi um að Guðni Bergsson ætli að hætta hjá liðinu í vor og snúa sér að lögfræðistörfum á Íslandi. Guðni, sem kom til Bolton frá Val árið 1995, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki hug á að hætta hjá Bolton og ætlaði sér að ljúka samningi sínum við félagið, sem gildir til ársins 2000. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 210 orð

Guðrún byrjar vel í Rio de Janero

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, hafnaði í 3. sæti í 400 m grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Rio de Janero um síðustu helgi. Hún hljóp á 55,78 sekúndum, en Íslandsmet hennar frá Evrópumeistaramótinu síðasta sumar er 54,59. Sigurvegari í hlaupi var Andrea Blackett frá Barbados á 55,46 og önnur varð Debbie- Ann Parris, Jamaíka, á 55,69 sek. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 153 orð

Halla María hætt í Víkingi

HALLA María Helgadóttir, landsliðskona í handknattleik, er á leið frá Víkingum og segir ástæðuna að hún vilji breyta til og leika með öðru liði. Hún segir að nokkur lið hafi haft samband við sig en ætli að hugsa málið næstu daga. Halla María fékk brjósklos í bakið í vetur og gat lítið æft með liðinu eftir áramót. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 176 orð

Heimsmet Kersee stendur

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að strika út heimsmet Jackie Joyner Kersee í sjöþraut kvenna vegna breytinga sem gerðar voru á spjóti kvenna og tóku gildi 1. apríl sl. Með breytingunni verður ekki mögulegt að kasta spjótinu eins langt og áður og þar með verður viðmiðun við fyrri árangur ekki sambærilegur. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 163 orð

Hollendingar ekki hæfir til að halda EM

Þýsku blöðin segja að Hollendingar séu ekki hæfir til að halda EM í knattspyrnu árið 2000, en það halda þeir í samvinnu við nágranna sína, Belga. Eftir blóðbaðið í Rotterdam sl. sunnudag, þegar áhangendur Feyenord fögnuðu hollenska meistaratitlinum brutust út slík ólæti að lögreglan missti öll tök á hlutunum og varð að grípa til skotvopna. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 210 orð

Kínverjar fyrstu mótherjar

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari sagði að ef Júgóslövum verður meinuð þátttaka á HM í Egyptalandi, eins og ESB er að hvetja aðildarþjóðir sínar til, verður íslenska liðið í startholunum. Ísland myndi leika í riðli með Svíum, Frökkum, Suður-Kóreumönnum, Kínverjum og Áströlum. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 90 orð

Landsliðshópurinn

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær um val á 20 manna hópi til undirbúnings fyrir riðlakeppni. Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Aðrir leikmenn: Konráð Olavson, Stjörnunni Gústaf Bjarnason, Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 261 orð

LORENZO Sanz forseti

LORENZO Sanz forseti Real Madrid og félagi hans hjá Juventus, Roberto Bettega, hittust í vikunni til þess að ræða hugsanleg skipti á leikmönnum. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 217 orð

Martha stefni á Ólympíuleik- ana í Sydney

Martha Ernstsdóttir, ÍR, segir að lágmarkið sem hún náði fyrir heimsmeistaramótið í Sevilla á Spáni hafi opnað sér dyr í maraþonhlaupum. Martha náði lágmarkinu í Hamborgar-maraþoninu á síðasta sunnudag. Hún segist stefna á að keppa í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári, fyrst Íslendinga. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 80 orð

SIGURÐUR Bjarnason skoraði 7

SIGURÐUR Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Bad Schwartau sem vann tilvonandi félaga hans í Dutenhofen 24:23 í þýsku deildinni á miðvikudagskvöld. JULIAN Róbert Duranona gerði 3 mörk fyrir Eisenach sem tapaði fyrir Frankfurt 23:20. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 65 orð

Spánverjar heimsmeistarar

SPÁNVERJAR urðu heimsmeistarar landsliða, skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri, eftir 4:0-stórsigur á Japan í úrslitaleik í Lagos í Nígeríu. Yfirburðir spænsku piltanna í úrslitaleiknum voru algjörir og skoraði Pablo Gonzalez tvö mörk í leiknum, en hann leikur með Numancia í spænsku 2. deildinni. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 88 orð

Svali ræddi við Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur rætt við Svala Björgvinsson, fráfarandi þjálfara Valsmanna, um að hann þjálfi Hauka í úrvalsdeildinni næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Svali ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann þjálfi vegna anna í starfi á næstu mánuðum. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 114 orð

Titov þjálfar kvennalið Fram

RÚSSINN Nikolai Titov verður næsti þjálfari bikarmeistara Fram í handknattleik kvenna. Hann tekur við að Gústaf Björnssyni, sem hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö ár. Nikolai, sem er faðir Olegs Titovs, leikmanns karlaliðs Fram, er menntaður þjálfari og hefur áralanga reynslu af þjálfun yngri flokka í Rússlandi. Hann kom hingað til lands í fyrra og hefur þjálfað 4.­5. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 126 orð

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins endurtekinn

ÚRSLITALEIKUR Reykjavíkurmótsins í innanhússknattspyrnu verður leikinn á sunnudaginn kl. 18 í íþróttahúsinu í Austurbergi. Eigast þar við Valur og Fylkir, en í fyrri úrslitaleik mótsins í vetur lék Fylkir við KR og beið lægri hlut. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 210 orð

Wenta ekki með á HM?

HEINER Brandt hefur tilkynnt 16 manna hóp til undirbúnings fyrir HM í Egyptalandi í júní í sumar. Athygli vekur, að Bogdan Wenta er ekki í hópnum. Wenta tilkynnti Brandt að hann ætti í erfiðleikum vegna meiðsla á hásin, sem hann sleit í sept. sl. Læknir landsliðsins vill halda því opnu alveg til 1. júní, að takist að ná leikmanninum upp úr þessum meiðslum. Meira
30. apríl 1999 | Íþróttir | 54 orð

Þorbjörn Jensson áfram landsliðsþjálfari

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, hefur framlengt samning sinn við Handknattleikssamband Íslands til næstu tveggja ára. Samningur hans um þjálfun karlalandsliðsins var að renna út og tilkynnti Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í gær að búið væri að skrifa undir tveggja ára samning við Þorbjörn og lýsti hann ánægju sinni með það. Meira

Úr verinu

30. apríl 1999 | Úr verinu | 295 orð

"Getum veitt kennslu í nýjustu hátækni"

MAREL hf. færði í gær Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði að gjöf nýjan hátæknibúnað fyrir fiskvinnslu. Gjöfinni er ætlað að tryggja að skólinn sé ávallt með besta búnað sem í boði er fyrir fiskvinnslur. Í Fiskvinnsluskólanum fer fram kennsla í helstu greinum fiskvinnslufræða og eru útskrifaðir nemendur eftirsóttir starfskraftar í fiskvinnslu og skyldum iðnaði hérlendis sem og erlendis. M.a. Meira
30. apríl 1999 | Úr verinu | 285 orð

Júpiter og Neptúnus saman á kolmunna

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. er að búa Júpiter ÞH og Neptúnus ÞH undir kolmunnaveiðar og verða skipin með sama trollið en stefnt er að því að þau verði tilbúinn í byrjun maí. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar, eru skipin í slipp þar sem m.a. er verið að setja spil í Neptúnus. Meira
30. apríl 1999 | Úr verinu | 160 orð

Mokveiði á "Hryggnum"

MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar, Meira

Viðskiptablað

30. apríl 1999 | Viðskiptablað | 1199 orð

N-tromp HP

MERKILEG er sú þróun hvað stór- og millitölvur hafa sótt gríðarlega í sig veðrið undanfarin misseri. Ekki er langt síðan allir sáu fyrir sér einkatölvunet sem öll keyrðu NT og sú trú var býsna almenn að Windows NT myndi útrýma Unix. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 913 orð

Ávöxtur hefða úr austri og vísinda úr vestri

Shiseido-snyrtivörurnar frá Japan hafa haldið innreið sína á íslenskan markað. Sögu fyrirtækisins má rekja til fyrsta apóteksins með vestrænu sniði sem lyfjafræðingurinn Yushin Fukuhara setti á laggirnar í Tókýó árið 1872. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 866 orð

"Ertu örugglega að vinna fyrir þér?" Sigrún Sigurðardóttir lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands í júní 1998. Auk 90

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR: SAGNFRÆÐI OG BÓKMENNTIR "Ertu örugglega að vinna fyrir þér?" Sigrún Sigurðardóttir lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands í júní 1998. Auk 90 eininga í sagnfræði hefur hún lokið 25 einingum í bókmenntafræði og dvaldi eina önn sem Erasmus-skiptistúdent við Roskilde Universitet Center í Danmörku. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 908 orð

"Finnst þér þú vera eitthvað merkileg?"

KRISTÍN EVA ÞÓRHALLSDÓTTIR: HEIMSPEKI OG BÓKMENNTAFRÆÐI "Finnst þér þú vera eitthvað merkileg?" Kristín Eva Þórhallsdóttir lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands sumarið 1998. Hún tók heimspeki sem aðalgrein og bókmenntafræði sem aukagrein og lauk til viðbótar eins árs heimspekinámi við háskólann í Rennes í Frakklandi. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 66 orð

Heilinn og hagnýta námið

Heilinn og hagnýta námið Mótuð hugmynd um framtíðarstarf ræður gjarnan ferð þeirra sem velja sér framhaldsmenntun. Krafan um hagnýtt nám er sterk og nauðsynlegt þykir að leggja drög að skotheldum starfsferli. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 803 orð

"Hva, kanntu ekki íslensku?"

ÞORFINNUR SKÚLASON: ÍSLENSKA OG MYNDLIST "Hva, kanntu ekki íslensku?" Þorfinnur Skúlason lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands í júní 1995. Hann hefur einnig lokið eins árs námi í viðskiptafræði við sama skóla og fornámsári við Myndlistar-og handíðarskóla Íslands. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 342 orð

Samhæfa þarfáherslu á líkams-rækt almennings

GRÆNI lífseðillinn; samstarfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hélt málþingið um framtíðarskipulag um eflingu hreyfingar almennings í heilsubótarskyni í samvinnu við nethóp Evrópusamstarfs um hreyfingu fyrir alla; Evrópa á hreyfingu. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1518 orð

Trémyndir úr goðafræði og Biblíunni Sigurður Sigurðarson, Eyjamaður á 71. aldursári, hefur nóg fyrir stafni þó að hann hafi hætt

FÓLK Á FÖSTUDEGI Trémyndir úr goðafræði og Biblíunni Sigurður Sigurðarson, Eyjamaður á 71. aldursári, hefur nóg fyrir stafni þó að hann hafi hætt að vinna, eins og hann kallar það, fyrir tveimur árum. Sigurður, sem í Eyjum þekkist vart undir öðru nafni en Siggi svunta, er víðlesinn og mikill hagleiksmaður. Meira
30. apríl 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 455 orð

Viðbrögð við hvíta tjaldinu

ÞEGAR VIÐ horfum á kvikmynd upplifum við lífið þótt hvíta tjaldið sé dauður hlutur. Það sem við sjáum erum við sjálf; ótti okkar, vonir og tilfinningar," segir Finninn Pekka Mäkipää, forsprakki þeirrar tegundar listmeðferðar sem nefnist hreyfimyndaþerapía, en hann kynnti aðferðina í fyrsta sinn utan Finnlands með námskeiði við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.