OSTAHÚSIÐ í Hafnarfirði flytur föstudaginn 30. apríl í Drafnarhúsið að Strandgötu 75. Í tilefni opnunarinnar mun Ostahúsið standa fyrir eftirfarandi uppákomum: Föstudaginn 30. apríl verður framleiðsla Ostahússins kynnt auk þess sem boðið verður upp á sérbökuð brauð frá Jóa Fel. Á laugardeginum 1. maí, milli kl.
Ostahúsið í Hafnarfirði flytur

OSTAHÚSIÐ í Hafnarfirði flytur föstudaginn 30. apríl í Drafnarhúsið að Strandgötu 75.

Í tilefni opnunarinnar mun Ostahúsið standa fyrir eftirfarandi uppákomum: Föstudaginn 30. apríl verður framleiðsla Ostahússins kynnt auk þess sem boðið verður upp á sérbökuð brauð frá Jóa Fel. Á laugardeginum 1. maí, milli kl. 14­16, verður grillað fyrir börn á öllum aldri við húsnæði Ostahússins að Strandgötu 75.

Dagana 3.­8. maí verða "Sælkeradagar Ostahússins" í Fjarðarkaupum og í hinni nýju verslun Ostahússins. Kynningar verða frá kl. 14­18 alla dagana.