STÆRSTI matvælaframleiðandi Bretlands, Unilever, hefur tilkynnt að erfðabreytt efni, einkum soja, verði ekki lengur notuð í framleiðslu fyrirtækisins. Þá hefur Tesco, stærsti matvörusmásali Bretlands, tilkynnt að erfðabreytt efni verði ekki framar í vörum, sem fyrirtækið selur undir eigin nafni.
Hætta með erfðabreytt matvæli London. Morgunblaðið. STÆRSTI matvælaframleiðandi Bretlands, Unilever, hefur tilkynnt að erfðabreytt efni, einkum soja, verði ekki lengur notuð í framleiðslu fyrirtækisins. Þá hefur Tesco, stærsti matvörusmásali Bretlands, tilkynnt að erfðabreytt efni verði ekki framar í vörum, sem fyrirtækið selur undir eigin nafni. Forráðamenn Unilever sögðu ástæðu ákvörðunarinnar vera þá, að fyrirtækið gæti ekki lengur horft fram hjá þeirri breytingu, sem hefði orðið síðustu mánuði á afstöðu almennings til erfðabreyttra efna. Þær breytingar hefðu sýnt sig í minnkandi sölu og stöðugt fleiri kvörtunum viðskiptavina, sem hefðu hringt í þjónustufulltrúa fyrirtækisins. Þegar Tesco hefur nú bætzt í hópinn með Iceland, Asda, Sainsbury og Waitrose eru Safeway og Somerfield einar eftir af stóru verzlanakeðjunum til að útiloka erfðabreytt efni úr vörum með þeirra heitum.