VINSÆLDIR Pottþétt-platnanna hafa verið miklar og nýjasta afurðin, Pottþétt rapp, kemur ný inn á listann þessa vikuna og fer beint í efsta sætið. Pottþétt 15, sem var í efsta sætinu á síðasta lista, færist niður í annað sætið og Era, Americana og Fanmail fylgja þar fast í kjölfarið en þær voru í sætum 2.­4. á síðasta lista.
Tónlistinn Pottþétt rapp í toppsætinu

VINSÆLDIR Pottþétt-platnanna hafa verið miklar og nýjasta afurðin, Pottþétt rapp, kemur ný inn á listann þessa vikuna og fer beint í efsta sætið. Pottþétt 15, sem var í efsta sætinu á síðasta lista, færist niður í annað sætið og Era, Americana og Fanmail fylgja þar fast í kjölfarið en þær voru í sætum 2.­4. á síðasta lista.

Nýja platan með Tom Waits, Mule Variations, kemur ný inn á listann og fer beint í sjötta sætið en Waits hefur ekki gefið út stúdíóplötu í sex ár svo margir hafa beðið þess að heyra nýtt efni frá kappanum. Umfjöllun um Tom Waits er hér annars staðar á opnunni.