MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar,
Mokveiði á

"Hryggnum"

MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar, ásamt 6 öðrum togurum. "Við erum búnir að taka tvö hol og fá 20­30 tonn í hali, eftir 12­16 tíma tog. Veiðin er ennþá betri utan við línuna og skipin að fá allt upp í 50 tonn í hali. Veiðin byrjaði á svipuðum tíma í fyrra en veiðin er líka betri nú en þá. Auk íslensku skipanna eru um 30 erlend skip á veiðum utan við línuna og hafa oft verið fleiri á þessum árstíma. Þetta eru aðallega spænsk og portúgölsk skip en Rússunum virðist alltaf fækka ár frá ári," sagði Jóhannes.