HÚMANISTAFLOKKURINN býður laugardaginn 1. maí kl. 16 upp á skemmtun, kaffi og heimabakkelsi á Grettisgötu 46. Flokkurinn kynnir stefnumál sín og frambjóðendur spjalla við kjósendur. Bergþóra Árnadóttir og dóttir hennar Birgitta Jónsdóttur, sem skipar annað sæti Reykjavíkurlistans, munu troða upp saman í fyrsta sinn.
Kosningahátíð Húmanistaflokksins

HÚMANISTAFLOKKURINN býður laugardaginn 1. maí kl. 16 upp á skemmtun, kaffi og heimabakkelsi á Grettisgötu 46. Flokkurinn kynnir stefnumál sín og frambjóðendur spjalla við kjósendur.

Bergþóra Árnadóttir og dóttir hennar Birgitta Jónsdóttur, sem skipar annað sæti Reykjavíkurlistans, munu troða upp saman í fyrsta sinn. Hörður Torfason söngskáld og fjórði maður á Reykjavíkurlistanum kemur einnig fram á kosningahátíðinni.