Höfuðmeinsemdin í gjafakvótanum, segir Markús Möller, er ekki hvað kvótaseljendur fá mikið heldur hvað almenningur fær lítið.
Kvótaskattur og vinstriblinda Kvótinn Höfuðmeinsemdin í gjafakvótanum, segir Markús Möller , er ekki hvað kvótaseljendur fá mikið heldur hvað almenningur fær lítið. TILLÖGUR Steingríms J. og Framsóknar um skatt á hagnað þeirra sem fara út úr sjávarútvegi er skólabókardæmi um vinstriblindu. Höfuðmeinsemdin í gjafakvótanum er ekki hvað kvótaseljendur fá mikið heldur hvað almenningur fær lítið. Úr henni bæta þessar tillögur ekki hætishót. Til þess þarf því miður einhvers konar veiðigjald. Ef Steingrími og Framsókn tækist á annað borð að framkvæma sínar tillögur yrði hagstæðara fyrir skussana að halda áfram að gera slaklega út en að hætta, tekjur af skattinum yrðu sáralitlar og almenningur engu bættari. Höfundur er hagfræðingur. Markús Möller