KYNNING á verkum Anne Kampp fer fram í maí í listhúsinu Samlaginu í Grófargili á Akureyri, en Anne er félagi í Samlaginu. Anne er fædd í Danmörku árið 1955. Hún nam leirkeragerð hjá Sejer Keramik í Danmörku en fluttist til Íslands árið 1974. Hún lauk námi við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980.
Anne Kampp í Samlaginu

KYNNING á verkum Anne Kampp fer fram í maí í listhúsinu Samlaginu í Grófargili á Akureyri, en Anne er félagi í Samlaginu.

Anne er fædd í Danmörku árið 1955. Hún nam leirkeragerð hjá Sejer Keramik í Danmörku en fluttist til Íslands árið 1974. Hún lauk námi við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980. Hún vann við leirmunagerð á Akranesi, rak vinnustofu á Egilsstöðum og nú á Akureyri. Anne hefur haldið sýningar á Akranesi og Egilsstöðum.

Kynningin verður opnuð á morgun, laugardag, 1. maí, og verður boðið upp á hressingu af því tilefni í Samlaginu. Samlagið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga og þriðjudaga.