HEINER Brandt hefur tilkynnt 16 manna hóp til undirbúnings fyrir HM í Egyptalandi í júní í sumar. Athygli vekur, að Bogdan Wenta er ekki í hópnum. Wenta tilkynnti Brandt að hann ætti í erfiðleikum vegna meiðsla á hásin, sem hann sleit í sept. sl. Læknir landsliðsins vill halda því opnu alveg til 1. júní, að takist að ná leikmanninum upp úr þessum meiðslum.


Wenta ekki með á HM? HEINER Brandt hefur tilkynnt 16 manna hóp til undirbúnings fyrir HM í Egyptalandi í júní í sumar. Athygli vekur, að Bogdan Wenta er ekki í hópnum. Wenta tilkynnti Brandt að hann ætti í erfiðleikum vegna meiðsla á hásin, sem hann sleit í sept. sl.

Læknir landsliðsins vill halda því opnu alveg til 1. júní, að takist að ná leikmanninum upp úr þessum meiðslum. Málið er ekki svo einfalt, því Nettelstedt verður að samþykkja að leikmaðurinn leiki með landsliðinu því hann getur ekki leikið með félagsliðinu næstu tvo leiki.

Annars er hópurinn skipaður sömu leikmönnum sem verið hafa í liðinu í vetur, auk þess sem Volker Zerbe (Lemgo) er á ný í liðinu.

Flensburg, keppinautur Kiel um meistaratitilinn, urðu fyrir miklu áfalli í síðasta leik gegn Nettelstedt. Hvítrússinn, Andrej Klimovets, slasaðist illa þegar hann lenti í samstuði við Króatann Slavko Glouza. Leikmenn Flensburgar voru síður en svo ánægðir með framkomu Króatans og vildu meina að brot hans hefði verið framið af ásetningi. Goluza gaf Klimovets mikið kjaftshögg, sem leiddi til þess að Hvítrússinn kinnbeinsbrotnaði og leikur ekki meira með í vetur. Menn eru minnugir þess, að Goluza lenti einnig í samstuði við Frandsjö, leikmann Minden, sem slasaðist það illa að fjarlægja varð milta hans í bráðaaðgerð.