SÝNING á myndum af vinnandi fólki verður opnuð í Iðnaðarsafninu á Akureyri, sem er í svonefndu Hekluhúsi á Gleráreyrum laugardaginn 1. maí kl. 16. Þetta eru teikningar, málverk og grafíkmyndir eftir Guðmund Ármann, en þær gerði hann á árunum 1978­1984. Teikningarnar eru af fólki við vinnu í verksmiðjunum, við skinnaverkun, litun, úr prjónadeild og við ullarvinnu.
Myndir úr atvinnulífinu

SÝNING á myndum af vinnandi fólki verður opnuð í Iðnaðarsafninu á Akureyri, sem er í svonefndu Hekluhúsi á Gleráreyrum laugardaginn 1. maí kl. 16. Þetta eru teikningar, málverk og grafíkmyndir eftir Guðmund Ármann, en þær gerði hann á árunum 1978­1984.

Teikningarnar eru af fólki við vinnu í verksmiðjunum, við skinnaverkun, litun, úr prjónadeild og við ullarvinnu. Þá verða sýndar grafíkmyndir úr möppunum, "Maður og maskína" sem komu út árin 1982­'83 og '84. Einnig verða sýnd málverk af járniðnaðarmönnum við vinnu í Slippstöðinni.

Sýningin er gerð í samvinnu listamannsins og Iðnaðarsafnsins á Akureyri og verður hún opin alla daga frá kl. 16 til 18 fram til sunnudagsins 9. maí næstkomandi. Flestar myndanna og grafíkmöppurnar eru til sölu.