KVENNAKÓRINN Seljur heldur tónleika í Seljakirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kórinn flytur innlend og erlend lög. Svana K. Ingólfsdóttir mezzosópran syngur nokkur einsöngslög auk þess sem hún syngur með kórnum. Hljóðfæraleikarar eru Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó, og Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir, flautu. Gígja mun einnig flytja tónverk fyrir flautu.
Kvennaraddir í Seljakirkju

KVENNAKÓRINN Seljur heldur tónleika í Seljakirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kórinn flytur innlend og erlend lög. Svana K. Ingólfsdóttir mezzosópran syngur nokkur einsöngslög auk þess sem hún syngur með kórnum. Hljóðfæraleikarar eru Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó, og Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir, flautu. Gígja mun einnig flytja tónverk fyrir flautu. Stjórnandi kórsins er Kristín Sæunn Pétursdóttir.

Seljur munu halda tónleika í Þórshöfn og Klakksvík í Færeyjum í júní og lýkur þar með vetrarstarfi kórsins.