Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason, Bridsfélagi Selfoss og nágrennis, sigruðu í Suðurlandsmótinu í tvímenningi, sem fram fór fram á Flúðum 24. apríl sl. Þátttaka var mjög léleg, aðeins 10 pör, en mótið tókst að öðru leyti vel og var keppnin allan tímann mjög spennandi. Úrslit urðu þessi:
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Kristján Már og Helgi Grétar Suðurlandsmeistarar

Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason, Bridsfélagi Selfoss og nágrennis, sigruðu í Suðurlandsmótinu í tvímenningi, sem fram fór fram á Flúðum 24. apríl sl. Þátttaka var mjög léleg, aðeins 10 pör, en mótið tókst að öðru leyti vel og var keppnin allan tímann mjög spennandi.

Úrslit urðu þessi:

Kristján Már - Helgi Grétar 43

Garðar Garðarsson - Pétur Hartmannsson 32

Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 29

Guðlaugur Sveinss. - Sveinn Rúnar Eiríkss. 19

Sigfús Þórðarson - Vilhjálmur Þór Pálsson 10

Runólfur Þ. Jónsson - Ríkharður Sverrisson 3

Dröfn og Guðrún Reykjanesmeistarar

Dröfn Guðmundsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir sigruðu með glæsibrag í Reykjanesmótinu í tvímenningi, sem fram fór sl. laugardag. Þær tóku forystuna í upphafi móts og heldu henni til loka. Eins og í Suðurlandsmótinu var þátttakan afar dræm, aðeins 12 pör.

Lokastaðan:

Guðrún Jóhannesd. - Dröfn Guðmundsd. 71 Karl Einarsson - Björn Dúason 25 Karl. G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason 6 Önnur pör náðu ekki meðalskori. Spilað var í félagsheimili bridsspilara á Suðurnesjum.