SAN Francisco-ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir uppfærslu Helga á Svanavatninu á Listahátíð í Reykjavík í maí árið 2000. Hingaðkoma ballettsins er samstarfsverkefni Reykjavíkur ­ menningarborgar Evrópu og Listahátíðar. Um sjötíu manna hópur kemur hingað til lands frá San Francisco, þar af rúmlega fimmtíu dansarar.
San Francisco-ballettinn á Listahátíð í Reykjavík 2000 Sýnir Svanavatnið

í Borgarleikhúsinu

SAN Francisco-ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir uppfærslu Helga á Svanavatninu á Listahátíð í Reykjavík í maí árið 2000. Hingaðkoma ballettsins er samstarfsverkefni Reykjavíkur ­ menningarborgar Evrópu og Listahátíðar.

Um sjötíu manna hópur kemur hingað til lands frá San Francisco, þar af rúmlega fimmtíu dansarar. Fimm sýningar eru ráðgerðar á ballettinum í Borgarleikhúsinu, dagana 26.­28. maí 2000.

Viðburðurinn er einn af hápunktum menningarborgarársins og einn sá stærsti, ef ekki sá allra stærsti á Listahátíð, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, kynningarstjóra menningarborgarinnar. Hún segir að hér sé á ferð eitt af þeim verkefnum sem Listahátíð hefði að öllu jöfnu ekki getað staðið í, þar sem það sé dýrt og umfangsmikið, en með fjárstuðningi menningarborgarinnar reynist unnt að gera drauminn að veruleika.

Ballettinn Svanavatnið við tónlist Tsjakovskijs var frumfluttur í Bolsjoi leikhúsinu í Moskvu árið 1877. Nokkrir þekktir danshöfundar hafa komið við sögu hans síðan, en uppfærsla Helga Tómassonar á Svanavatninu, sem frumsýnd var í San Francisco árið 1988, er ein allra vinsælasta uppfærsla San Francisco-ballettsins.HELGI Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins.