KVÖLDSTUND við orgelið er með orgelleik Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista og inniheldur níu orgelverk innlendra og erlendra tónskálda sem leikin eru á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. Verkin eru eftir Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson.
KVÖLDST STOFNANDI:: HELGAG \: \: Nýjar geislaplötur

KVÖLDSTUND við orgelið er með orgelleik Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista og inniheldur níu orgelverk innlendra og erlendra tónskálda sem leikin eru á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. Verkin eru eftir Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson.

Marteinn er fæddur og uppalinn í Meissen í Þýskalandi (áður Austur-Þýskalandi). Hann stundaði nám í Kirkjumúsíkskólanum í Dresden og í Tónlistarháskóla F. Mendelssohn-Bartholdy í Leipzig. Marteinn kom til Íslands árið 1964 og starfaði fyrst við Landakirkju í Vestmannaeyjum.

Marteinn tók við starfi dómorganista 1978, en hafði áður starfað sem organisti við Háteigskirkju (frá 1970) og stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Auk organista- og stjórnandastarfa hefur Marteinn kennt um árabil í Tónlistarskóla Reykjavíkur og víðar.

Útgefandi er Dómkórinn. Hljóðritun fór fram í Dómkirkjunni 1998 og 1999. Upptöku stjórnaði Sigurður Rúnar Jónsson.

Marteinn H.

Friðriksson