FLESTIR Íslendingar spá Selmu Björnsdóttur 10. sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Ísrael eftir viku, skv. nýlegri könnun PricewaterhouseCoopers. Næstflestir spáðu íslenska laginu 16. sæti. Niðurstöðurnar skjóta heldur skökku við, því lagið nýtur mikilla vinsælda á Netinu. Þar er því spáð einu efstu sætanna.
Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva 16. sætið er Íslendingum kært

FLESTIR Íslendingar spá Selmu Björnsdóttur 10. sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Ísrael eftir viku, skv. nýlegri könnun PricewaterhouseCoopers. Næstflestir spáðu íslenska laginu 16. sæti. Niðurstöðurnar skjóta heldur skökku við, því lagið nýtur mikilla vinsælda á Netinu. Þar er því spáð einu efstu sætanna.

Eins og kunnugt er voru Íslendingar nánast áskrifendur að 16. sæti söngvakeppninnar um skeið, nokkur íhaldssemi virðist því eiga þátt í spá margra.