ÍSLANDSBANKI hefur veitt Félagi málmiðnaðarmanna, Akureyri, styrk að upphæð hálf milljón króna, til endurbóta og lagfæringar á húsnæði sem félagið keypti í tengslum við endurmenntun málmiðnaðarmanna í bænum. Húsnæðið er við Draupnisgötu og rétt um 100 fermetrar að stærð.
Íslandsbanki styrkir Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri Aðstöðu fyrir endurmenntun komið upp

ÍSLANDSBANKI hefur veitt Félagi málmiðnaðarmanna, Akureyri, styrk að upphæð hálf milljón króna, til endurbóta og lagfæringar á húsnæði sem félagið keypti í tengslum við endurmenntun málmiðnaðarmanna í bænum. Húsnæðið er við Draupnisgötu og rétt um 100 fermetrar að stærð.

Árið 1987 var undirritað samkomulag milli vinnuveitenda og launþega í málmiðnaði vegna endurmenntunar málmiðnaðarmanna í landinu. Verulegir erfiðleikar hafa verið á að halda verklega hluta námskeiðanna fyrir málmiðnaðarmenn á Akureyri vegna húsnæðis- og aðstöðuleysis.

Verkmenntaskólinn á Akureyri er fullsetinn frá morgni til kvölds og ekki hefur verið hægt að fá inni á verkstæðum í bænum með verklega hluta námskeiðanna eftir að atvinnulífið komst úr þeirri lægð sem það var í á tímabili. Vegna þessa var brugðið á það ráð að kaupa húsnæði undir starfsemina, þar sem m.a. fer fram kennsla í málmsuðu hvers konar og kennsla fyrir vélsmiði og bifvélavirkja í vélbúnaði og rafmagni.

Morgunblaðið/Kristján HÁKON Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, Akureyri, tók við styrknum úr hendi Kristjáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs Íslandsbanka.