Í dag er laugardagur 22. maí, 142. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og hann sagði: "Við hvað eigum vér að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum vér að lýsa því?" (Markús 4, 30.
Í dag er laugardagur 22. maí, 142. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og hann sagði: "Við hvað eigum vér að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum vér að lýsa því?"

(Markús 4, 30.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Opon Polar, Siglir, Sléttanes, Kiel, Freyja, Triton og Hansewall fóru í gær. Víðir EA, Stapafell, Tulugaq og Sunni One komu í gær.

Hafnarfjarðarhöfn: Seaboard Syena, Olsana, Ozherelye og Sjóli fóru í gær. Hendrik Kosan kemur í dag.

Fréttir

Félag eldri borgara í Reykjavík. Silfurlínan, síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara er opin alla virka daga kl. 16-18, sími 588 2120.

Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjafarinnar, 800 4040, frá kl.15­17.

Íslenska dyslexíufélagið er með símatíma öll mánudagskvöld frá kl. 20­22 í síma 552 6199. Opið hús er fyrsta laugardag í hverjum mánuði frá kl. 13­16 á Ránargötu 18. (Hús Skógræktarfélags Íslands).

Mannamót

Bólstaðarhlíð 43. Handavinnusýning verður laugardaginn 29. sunnudaginn 30. og mánudaginn 31. maí kl. 13-17. Gerðubergskórinn syngur á mánudeginum.

Félag eldri borgara , Hafnarfirði, Hraunseli við Reykjavíkurveg. Laugardagsganga frá Hraunseli kl. 10. Sameiginleg sýning á handavinnu og útskurði eldri borgara í Hafnarfirði: frá Hraunseli, Höfn og Hjallabraut 33. Verður haldin dagana 26., 27. og 28. maí kl. 13-17. Kaffisala.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði, Glæsibæ. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði í dag kl. 10. Ekkert félagsstarf verður yfir hvítasunnuhelgina. Nokkur sæti eru laus í Færeyjaferð Söngfélags FEB. Nánari upplýsingar í síma 564 1041.

Furugerði 1. Handavinnnu og listmunasýning í Furugerði 1, verður miðvikudaginn 26. maí kl. 14.-19. Veitingar. Allir velkomnir.

Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður á þriðjudag og fimmtudag í þessari viku. Vinnustofur opnar frá kl. 9-16.30, kl. 12.30 glerskurður, umsjón Helga Vilmundardóttir, kl. 13 boccia. Veitingar í teríu.

Félag breiðfirskra kvenna . Vorferð félagsins verður farin 29. maí. Uppl. í símum 553 2562, Ingibjörg, og 554 2795, Hildur. Fjölmennum.

Húmanistahreyfingin. "Jákvæða stundin" er á mánudögum kl. 20.30 í hverfismiðstöð húmanista, Grettisgötu 46. Ath. breyttan stað og tíma.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Íþróttavorleikar verða í Tennishöllinni, Dalsmára 9-11, miðvikudaginn 26. maí kl. 10. Allir íbúar Kópavogs 60 ára og eldri velkomnir og sérstaklega hvattir að taka þátt. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í félagsmiðstöðvar eða í síma 564 1309 Elísabet/ 554 1475 Anna.

MG-félag Íslands heldur aðalfund í dag kl. 14 í Hátúni 10a í nýjum kaffisal Öryrkjabandalags Íslands. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. MG-félag Íslands er félag sjúklinga með Myasthenia Gravis (vöðvaslenfár) sjúkdóminn og þeirra sem vilja leggja málinu lið.

Umhverfisdagur fjölskyldunnar í Garðabæ verður haldinn sunnudaginn 30. maí. Skemmtiatriði verða við Vífilsstaðavatn og Vífilsstaðahlíð, en þaðan verða kynnisferðir um skóginn. Kvenfélag Garðabæjar verður með sölu á pylsum af grillinu, kaffi og gosdrykki. Boðið verður upp á rútuferð fyrir aldraða frá Hleinum kl. 12.45 og Kirkjulundi kl. 13. Lagt af stað heim kl. 15. Þeir sem óska eftir fari með rútunni, láti vita fyrir 28. maí hjá Hjördísi, skrifstofu fjölskylduráðs, sími 525 8500, Einari Guðmundssyni, sími 565 7069, eða Tryggva Þorsteinssyni, sími 565 2322.

Viðey. Í dag hefst sumardagskráin í Viðey. Bátsferðir hefjast kl. 13 og verða á klukkustundarfresti til kl. 17, en á hálfa tímanum úr eynni. Klukkan 14.15 verður tveggja stunda gönguferð um suðaustureyna. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið.

Minningarkort

Samtök lungnasjúklinga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, sími 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16-18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta.