SÍÐASTA sýning á Fegurðardrottningunni frá Línakri verður í kvöld, laugardagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur sýnir verkið á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er eftir breska leikskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guðmundssonar. Aðalpersónur eru mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa saman við sérkennilegar aðstæður á litlu þorpi á Írlandi.
Síðustu sýningar

Borgarleikhúsið

SÍÐASTA sýning á Fegurðardrottningunni frá Línakri verður í kvöld, laugardagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur sýnir verkið á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er eftir breska leikskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guðmundssonar. Aðalpersónur eru mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa saman við sérkennilegar aðstæður á litlu þorpi á Írlandi. Samskipti þeirra einkennast af grimmd og gagnkvæmri niðurlægingu.

Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir. Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Jóhann G. Jóhannsson.