EITT AF því helsta sem menn finna Linux til foráttu er hversu lítið er til af notendahugbúnaði fyrir stýrikerfið. Smám saman hafa fyrirtæki þó kynnt Linux-útgáfur af hugbúnaði, þeirra á meðal Corel fyrirtækið kanadíska sem sá sér leik á borði að koma WordPerfect-ritvinnsluforritinu fornfræga í Linux búning og hefur gengið bærilega.

Milljón eintök

af WordPerfect EITT AF því helsta sem menn finna Linux til foráttu er hversu lítið er til af notendahugbúnaði fyrir stýrikerfið. Smám saman hafa fyrirtæki þó kynnt Linux-útgáfur af hugbúnaði, þeirra á meðal Corel fyrirtækið kanadíska sem sá sér leik á borði að koma WordPerfect-ritvinnsluforritinu fornfræga í Linux búning og hefur gengið bærilega. WordPerfect var í eina tíð vinsælasta ritvinnsluforrit heims en framleiðandi þess áttaði sig ekki á Windows-byltingunni fyrr en það var um seinan. Hugbúnaðurinn/nafnið gekk síðan kaupum og sölum þar til Corel festi kaup á honum fyrir nokkrum árum. WordPerfect hefur átt á brattann að sækja, þrátt fyrir ýmsis tilbrigði eins og að setja á markað Java- gerð hans. Corel virðist aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið með Linux-útgáfu WordPerfect, því á miðvikudag var milljónasta eintakið sótt á vefsetur Corel. Linux-útgáfan af WordPerfect 8.0 er 23,6 MB og var sett upp í desember síðastliðnum. Um 70.000 manns hafa því sótt sér eintak á viku hverri, en útgáfan er ókeypis. Að sögn Corel-manna búast þeir við að þeir sem sæki sér eintak muni síðan kaupa WordPerfect Office-vöndulinn fyrir Linux sem væntanlegur er í árslok. Um 22 milljónir manna notuðu WordPerfect fyrir Windows fyrir ári samkvæmt bandarískri könnun.