MANNLÍF og saga fyrir vestan. Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr er 6. heftið í ritröðinni er hefur að geyma ýmsa þætti úr sögu kynslóðanna á Vestfjörðum, bæði á alvarlegum og gamansömum nótum. Mest af efninu hefur aldrei birst áður, segir í fréttatilkynningu.
MANNLÍF STOFNANDI:: HELGAG \: \: Tímarit

MANNLÍF og saga fyrir vestan. Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr er 6. heftið í ritröðinni er hefur að geyma ýmsa þætti úr sögu kynslóðanna á Vestfjörðum, bæði á alvarlegum og gamansömum nótum. Mest af efninu hefur aldrei birst áður, segir í fréttatilkynningu.

Aðalefnið að þessu sinni er um aðdraganda íþróttaæfinga á Þingeyri, sem hófust um 1885, og Íþróttafélagið Höfrung, sem er eitt elsta íþróttafélag landsins og er sú umfjöllun aðallega eftir Gunnar Andrew, sem var einn helsti æskulýðsleiðtogi á Vestfjörðum á sinni tíð. Þá má nefna nokkrar sjóferðasögur af Eggerti Guðmundssyni í Haukadal, skráðar af Jóni Þ. Eggertssyni, gamansögur úr Mýrahreppi, eftir Össur Torfason og þáttur er af Halldóri Laxness að kynna sér fornt vestfirskt málfar í Mýrahreppi, eftir Davíð H. Kristjánsson. Gunnar S. Hvammdal bregður upp myndum úr Hvammi í Dýrafirði og fjallar einnig um Guðlaugu Halldórsdóttur í Rúlluhúsinu á Þingeyri, og Gunnar M. Bachmann og Egill Ólafsson á Hnjóti fjalla um hákarlaskip í Rauðasandshreppi. Fjölmargar myndir eru í heftinu.

Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson. Gunnar S. Hvammdal annaðist sögulega ráðgjöf og ættfræði. Heftið er 80 bls., unnið í Prentmiðlun ehf. á Ísafirði og Odda hf. Verð: 1.200 kr.